Og ætlar þú að halda því fram að það tengist ekkert því að hann sé sonur forseta SÞ að hann hafi fengið þá stöðu til að byrja með?
Sameinuðu Þjóðirnar og þau lönd sem mótmæltu harðast innrásinni voru að stunda mest viðskipti við Saddam Hussein, á þetta allt að vera ein stór tilviljun? Á endanum hljóta Sameinuðu Þjóðirnar að bera ábyrgð á því að minnihluti fjármagnsins endaði til Íraskra borgara. Kofi Annan er í minnsta lagi vanhæfur til þess að sinna þessu starfi áfram. Eina sem “friðarsinnar” minnast á er að Bandaríkjamenn þrýstu á slíkt viðskiptabann á sínum tíma, en Sameinuðu Þjóðirnar eiga að bera ábyrgð á því hvernig það fer fram og sjá til þess að það skili sér til Íraka en ekki í mútur og hallir. Sameinuðu Þjóðirnar bera ábyrgð á þeim fjölda barna sem hafa verið að deyja í landinu seinustu árin!
Saddam fékk 10 milljarða dollara í eigin vasa á meðan þjóðin var að svelta, og Sameinuðu Þjóðirnar vildu “ræða málið” áfram í stað þess að taka almennilega á vandamálinu. Saddam var snillingur að því leiti að hann vingaðist við háttsetta menn í Sameinuðu Þjóðunum, Kína, Rússlandi, Þýskalandi, Frakklandi til þess að hafa her af mótmælendum. Greinilega ekki nóg að hafa vélbyssur á heimilum í Baghdad.