Nei minnka líkur á spillingu, að fyrirtæki geti keypt forseta og aðra háttsetta embættismenn. Að forsetaembættið sjálft sé eftirsóknarvert ekki aðeins vegna valdanna heldur líka vegna launanna. Það á að vera toppurinn, af hverju ekki líka þegar kemur að launum? Að vera forseti Bandaríkjanna er æðsta staðan. Ásamt því að Bandaríkin eru valdamesta land í heiminum. Samt eru margir forsetar í öðrum löndum með meiri tekjur.
Við erum að tala um tvær milljónir KRÓNA á mánuði. ekki dollara. Þetta er hlægilega lítið fyrir valdamesta embætti í heiminum. Ef þér finnst það ójöfnuður að þeir sem komist langt fái góð laun þá hefur þú ekki mikinn skilning á hvernig samfélagið virkar. Það er erfitt að komast í þessar stöður og til þess að verða forseti Bandaríkjanna þarftu helst að hafa planað það alveg frá æsku og eyða mestum þínum tíma í það. Ef það ekki skipt fólki í stéttir og verðlaunað þeim sem ná langt þá er núverandi ríka samfélag sem við þekkjum farið í vaskinn, enda er það vitað mál að kommúnismi fer gegn mannlegu eðli.