Eru grundvallarmarkmiðin þá bara upp á punt?
(www.isbjorninn.cjb.net)

Ein og fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu hefur verið ákveðið að breyta rekstrarfyrirkomulagi Alþjóðahússins við Hverfisgötu, frá og með næstu áramótum, í því skyni að reyna að koma lagi á rekstur og stjórnun hússins sem hingað til hefur verið í miklum ólestri.

Það sem er annars einna athyglisverðast við þessa breytingu er sú staðreynd að Rauði kross Íslands ætli að taka yfir rekstur stofnunarinnar, stofnunar sem hefur það að yfirlýstu markmiði að vera „… málsvari innflytjenda og fólks af erlendum uppruna á Íslandi.“ M.ö.o. er markmið stofnunarinnar, sem kostuð er að langmestu leyti af opinberu fé, að mismuna fólki eftir uppruna og þar af leiðandi eftir þjóðerni.

Þetta markmið Alþjóðahússins er hápólitískt og kemur vægast sagt afar illa heim og saman við grundvallarmarkmið Rauða krossins um hlutleysi, en þar segir m.a.: „Hreyfingin gerir engan mun á milli manna eftir þjóðerni þeirra, kynþætti, trúarbrögðum, kyni, stétt eða stjórnmálaskoðunum. … Svo að hreyfingin megi áfram njóta almenns trausts, skal hún gæta hlutleysis í ófriði og aldrei taka þátt í deilum vegna stjórnmála, kynþátta, trúarbragða eða hugmyndafræði.“

Rauði krossinn hefur lengi verið talin virðingarverð stofnun og þá ekki hvað sízt vegna grundvallarmarkmiða sinna. Það er því afar leiðinlegt að svo virðist sem þessi markmið séu meira eða minna einungis höfð upp á punt í dag, a.m.k. þegar kemur að innflytjendamálum. Vonandi verður ekki næsta skref hreyfingarinnar að fara að styðja hinar og þessar stjórnmálahreyfingar.<br><br>Með kveðju,

Hjörtur J.
Með kveðju,