Sæll.
Það hefur heilmikið verið rætt um Evrópumálin, sérstaklega innan samfylkingarinnar. Samfylkingin og aðilar innan hennar hafa gefið út bækur um hver samningsmarkmið okkar ættu að vera í aðildarviðræðum, hvernig sjávarútvegsstefna íslendinga og ESB eiga saman og hver skilgreiningin sé á fullveldi hjá nútíma þjóð.
Samfylkingin stendur að fundum útum allt land, bæði lokuðum fyrir flokksmenn og opnum fyrir almenning sem mér finnst að allir ætti að fara á, því það var ekki fyrr en á svoleiðis fundi sem ég sá hve veik rök Heimsýnar manna eru.
Ég tek ekkert eftir neinni “af því bara” umræðu frá neinum nema kanski Sjálfstæðisflokknum, frá Samfylkingunni er allt vel rökstutt. Þeir sem efa það ættu að kynna sér málgögn flokksins um Evrópumálin og kanski sækja einn kynningarfund.
Annar stór aðili í umræðunni er ASÍ, sem er stærsti hagsmunaðili launafólks á íslandi. ASÍ hefur staðið fyrir fundum um fullveldið og gert útreikninga á því hver hagnaðurinn væri fyrir atvinnulíf á íslandi ef við göngum inní ESB og tökum upp Evru. Þeir töldu að væru margir tugir miljarða í hagnað á móti 8 miljarða framlagi okkar. ASÍ eru þau samtök á íslandi sem vinna mest með ESB, því það fær að vinna að stefnumótun sambandsins í gegnum EES samninginn.
Davíð varð reyndar mjög reiður þegar ASÍ fóru að taka þátt í umræðunni, hótaði að minka fjárframlög til þeirra ef þeir hættu því ekki. Minnir að þetta hafi verið í sömu viku og þjóðhagstofnun var lögð niður vegna gagnrýni þeirra á efnahagstjórnun ríkistjórnarinnar..
kveðja, Jónas.