Ég er flokkslaus eins og er en ef að það þarf að nefna ástæður fyrir því að kjósa ekki sjálfstæðisflokkinn þá get ég boðið fram aðstoð mína….
1)Þetta er of stór flokkur….. SEM ÞÝÐIR að innan hans er of breiður hópur fólks með breiðar skoðanir…… SEM ÞÝÐIR að allar skoðanir sem innan flokksins rúmast… þynnast MIKIÐ þegar hann er í stjórn…
Það var einhver að tala um hvað sjálfstæðisflokkurinn væri hress með einkavæðinguna og hnefaleikana og önnur tískumál….
Ég væri alveg til í að leyfa hnefaleikana en eins og margt þá eru flest tískumálin í kjaftinum á SUS…….
Sjálfstæðisflokkurinn er góður að gefa af sér ímyndir…. t.d. þegar hann þarf að heilla ungt fólk koma prómó-smiðirnir og búa til þessa rosalega HIP ímynd frjálshyggjuflokks……. En flestir innan sjálfstæðisflokksins hafa engar áhyggjur því að þeir vita að þetta eru ekki alvöru stefnumál…. Því að meirihluti valdamanna í flokknum eru ekki súperkúl frjálshyggjuboltar….. heldur eru þeir valdamiklir íhaldsmenn, sem eiga betur heima í framsóknarpartýi heldur en í hægri teiti.
Sjálfstæðis menn eru stoltir yfir því \“hvað margar skoðanir rúmist fyrir\” í flokknum…. en það er líka galli flokksins.
Hann er hægfara fyrir vikið og kemur minna í verk…
Þrátt fyrir að klofningsflokkar hafi ekki tekist vel, mæli ég með því að heitir sjálfstæðismenn, sem eru orðnir hundleiðir á því að flokkurinn bragðist eins og goslaust kók, þegar hann er loksins kominn í stjórn, eiga að standa með skoðunum sínum og kljúfa sig frá risaeðlunni…….
Þá myndi ég kannski hugleiða það að gerast flokksbundinn…. ja hérna