Og hvað þýðir það? :)
Smá reynslusaga. Fyrir nokkrum árum verslaði ég mér GSM síma á Kastrup flugvelli. Hafði ég þá enga reynslu af GSM, og hvorki ég né nokkur í minni fjölskyldu átti GSM síma. Nú, ég vippa mér vitaskuld í útibú Landssímans, þeir verandi eini GSM þjónustuaðilinn á skerinu, og ætla að sækja um. Úbbs. Ég má það víst ekki, vegna þess að ég er ekki orðinn 18 ára. Auðvelt að leysa það; kortið er skráð á móður mína, og ég bara borga reikningana sem koma á hennar nafn.
Einhverjum mánuðum seinna, fæ ég sem notandi Heimabanka Íslandsbanka (á vefnum) tilboð um Internetáskrift hjá Símanum Internet, sem var frítt í 3 eða 6 mánuði. Nú, þar sem ég var á þessum tíma með [fría] áskrift hjá öðrum þjónustuaðila, ákvað ég nú að prófa þetta í þennan tíma, bara uuppá grínið.
Nú, vitaskuld óska ég eftir notandanafninu \“tolli\”, en það var upptekið, og var mér boðið að fá _netfangið_ tollih[@simnet.is] (eða hvort það var isholf.is þá?). Jú, ég sættist á það. Nokkrum dögum síðar fæ ég bréf með notandanafni, lykilorði, netfangi, og hinum ýmsu stillingum. Jú, lykilorðið hafði ég valið sjálfur, með því að horfa á lyklaborðið og velja einhverja fáránlega samsetningu. Það lykilorð stóð saman af þremur bókstöfum og þremur tölum (í þessari röð, semsagt, sssnnn). En, hvað var notandanafnið? Jú, það voru einmitt fyrstu 3 stafirnir í lykilorðinu, án þess að á nokkurn hátt sé hægt að tengja það við mig (enda er það góð regla þegar lykilorð eru valin :). Hvað um það. Ég nota þetta u.þ.b. 5 sinnum eða svo.
Ég hafði einmitt aldrei skrifað undir neitt…. og var ekki enn orðinn 18 ára gamall.
Síðan kom upp einhver misskilningur með GSM reikningana – ég gleymdi að borga einn og þetta æðislega reikningakerfi þeirra Landssímamanna sá bara hvað vantaði, en talan einmitt passaði ekki við neinn ákveðinn gíróseðil eða álíka vesen. Eftir langar bréfaskriftir og undirskrift móður minnar þess eðlis að ég mætti gera það sem ég vildi við þennan reikning, leystist þetta mál farsællega – en í einu skeytinu fékk ég það staðfest að ég mætti ekki, skv. reglum Landssímans, vera reikningshafi hjá þeim, og það sama átti að gilda um Símann Internet (þetta á ég á blaði einhverstaðar :)
Nú… loksins verð ég 18, og nokkru síðar vantaði mig að gera einhvern fjandann og ákvað í leiðinni að skella gemsanum á mitt nafn. Ég sendi inn eigendaskiptatilkynningu, en ekkert gerist. Engin viðbrögð. Þegar ég síðan fer að kanna þetta aftur mánuði síðar, kemur í ljós að umsóknin var komin á eitthvað heljarinnar flakk, vegna þess að einmitt…. ég mátti ekki vera í viðskiptum – einmitt vegna skuldar…. hjá Símanum Internet! Eftir að hafa rifist og skammast í nokkrum þjónustufulltrúum og einhverjum í innheimtudeild fékk ég jú staðfest að \“þannig lagað séð\” hefði ég ekki átt að geta verið í viðskiptum við þá (hvað þá án þess að skrifa undir eitt né neitt!)… en til þess að losna við þetta bull í eitt skipti fyrir öll samþykkti ég að styrkja greyin (aka. borga skuld) uppá 6.000 krónur (sem var held ég eitthvað rétt innan við helmingur skuldarinnar).
Já, þannig er nú það. Þó að þetta sé aðskilið á þann hátt að einhver búnaður teljist tilheyra \“Verkefninu Símanum Internet\” (eins og ég heyrði einn ágætan starfsmann Landssímans lýsa SI fyrir viku síðan :), og að starfsmenn séu merktir í einhverja deild innan SI, þá er þetta nú þegar allt kemur til alls sama stóra feita rjómatertan.
Já, þetta var nú alveg algjörlega óþarflega mikið af upplýsingum til að benda á þetta, en hvað um það. Þið hafið gott af því að lesa smá. :)
En meira um grunnnetið og dreifikerfið síðar, best að halda áfram að lesa þetta.1
Tolli