Sko…
það sem þú ert að tala um er Fusion orkuver (samrunaver). Það er enn þá á tilraunastigi en framleiðir margfalt margfalt margfalt meiri orku heldur en hefðbundið kjarnorkuver. Þú getur líkt því við munin á kjarnorkusprengju og svo vetnissprengju. Það eru hins vegar sennilega um 20-30 ár þangað til að það verður raunhæfur kostur.
-“Við ættum kannski frekar að fara að framleiða vetni úr sjónum og flytja það út til evrópu og verða þar með á undan frændum okkar færeyingum að verða ríkir orkurisar”
Það væri óskandi að Við gætum gert þetta en yrðum ekki ríkir orkurisar af því… allavega ekki eins og staðan er í dag. Þetta yrði allt of dýrt og allt of mikil orka myndi tapast á leiðinni til Evrópu, og markaðurinn fyrir vetni í dag er ekkert rosalega stór en fer þó stækkandi.
-“Hvaða tilgangur er með þessu? Það VERÐUR virkjað þarna og mér finnst við eiga að gera það líka, við höfum gífurlega orku þarna og það á að nýta hana áður en það verður of seint.”
Ég er ekki sammála. Þetta er ekki það mikil orka sem er þarna og þurfum við eitthvað á henni að halda á næstunni? Jú.. menn vilja byggja álver en þurfum við þess? Höfum við það ekki alveg ágætt? Þarna erum við að eyða gífurlegum fjármunum í að byggja eitt álver, af hverju ekki frekar að eyða þessum peningum í að reyna að styrkja aðra atvinnuvegi á svæðinu. En segjum svo að það verði byggt álver… hver vill vinna þar? Ég held að það sé engin lausn til að bjarga byggð á Austfjörðunum. Ungt fólk fyrir austan mun miklu frekar vilja fá sér almennilega tölvuvinnu eða eitthvað þannig til dæmis, í Reykjavík þrátt fyrir að það sé vinnu að hafa í álverinu. Auk þess verða erlendir eigendur að þessu álveri og þeir hirða gróðann. Svo með tímanum kemur meiri sjálfvirkni í þetta álver og starfsfólki verður sagt upp smán saman. Auk þess er Reyðarfjörður fáránlegasta staðsetning á landinu fyrir álver. Þetta er einn af skjólsælustu stöðum á landinu og það þarf ekki nema 3-4. daga logn til að mengunin af álveri þarna verði óbærileg. Er það ástæðan fyrir því að fólk býr við lygnan fjörð?
Einnig bendir ekkert til þess að virkjunin verði rekin í hagnaði, sem þýðir að Landssvirkjun mun á endanum þurfa að hækka raforkuverð til að niðurgreiða tap á orkunni sem fer til álversins… og mig langar ekkert til að borga hærra raforkuverð til að einhver feitur álverseigandi í bandaríkjunum geti orðið enn þá feitari. Eigum við að sökkva fleiri ferkílómetrum af hálendinu til að almenningur borgi hærra raforkuverð? Og sættum okkur við það… ferðamenn vilja ekkert sjá 200 metra háa stíflu. Umhverfisáhrifin eru líka fáránlega mikil.. þetta er ekki bara eitthvað stöðuvatn, áhrifana mun gæta mun víðar og hafa áhrif á bæði útlit og lífríki alveg frá vatnajökli og niður að sjó, uppblástur mun aukast en það er nú þegar vandamál, ströndin mun skerðast um 200 metra á 100 árum og svo mun þetta lón fyllast upp af jökulaur á endanum og virkjunin verða ónothæf. Þannig að gróðinn (ef einhver) er aðeins til skamms tíma en það eina sem við munum eiga til frambúðar er drullusvað uppi á hálendi þar sem áður var fallegt landslag, fossar og gljúfur.
Af hverju ekki frekar að bíða í einhver ár eftir betri kostum sem gefa meira af sér, t.d. samrunaver. Og reyna á meðan að byggja upp atvinnuveg á Austfjörðum með öðrum hætti, til dæmis með því að stokka upp í kvótakerfinu eða styrkja við bakið á tæknifyrirtækjum. Komandi kynslóðir eiga betra skilið!