Sæl öll,

Þetta má lesa á Mbl.is:



Erlent | AP | 27.08.2002 | 10:30

Miklar verðhækkanir hafa fylgt evrunni í Frakklandi
Frönsku neytendasamtökin Que Choisir segja að verð á matvöru og öðrum nauðsynjum hafi hækkað töluvert í landinu frá því að evran, sameiginlegur gjaldmiðill Evrópusambandsríkjanna, var tekin í notkun fyrr á þessu ári. Könnun samtakanna er sögð staðfesta áhyggjur neytenda af því að kaupmenn hafi nýtt sér gjaldmiðilsbreytinguna til vöruhækkana.

Samkvæmt fréttum blaðsins Le Figaro sýnir könnun samtakanna, sem birt verður í heild sinni á morgun, að verð hafi hækkað um 4% frá nóvember árið 2000 og fram í mars árið 2002. Þá segja samtökin að allt bendi til þess að hækkunin verði orðin 10% í nóvember næstkomandi.

Könnun Que Choisir var gerð í 1.000 matvöruverslunum og náði til 55.000 matvörutegunda og annarra nauðsynja til heimilisins.

INSEE, tölfræðistofnun franska ríkisins, sagði nýlega að neysluvörur hefðu hækkað um 1,6% á síðastliðnum 12 mánuðum en sú niðurstaða er byggð á öðrum vörutegundum en kannaðar voru í könnun Que Choisir.

Eurostat, tölfræðistofnun Evrópusambandsins, segir að verðbólga í evrulöndunum hafi verið 1,8% í júní og 1,9% í júlí.



Hvernig var það, átti upptaka evrunnar ekki að þýða að verðlag myndi lækka samkvæmt áróðri Evrópusambandsinna? :)<br><br>Með kveðju,

Hjörtur J.

“Fylkið ykkur jafnan undir merki þeirra er vilja vernda og efla íslenzkt þjóðerni og íslenzka tungu og reynið ávallt að fylgja málstað þeirra sem berjast fyrir því sem er rétt, gott og fagurt.” -Margrét Jónsdóttir skáldkona, höfundur ljóðsins “Ísland er land þitt”.

“Þú ert heiminum hollur þegn, mannkyninu góður sonur að sama skapi, sem þú rækir land þitt og þjóð …” -Hr. Sigurbjörn Einarsson biskup Íslands.

“Við verðum … að varast það að vera of bláeyg í afstöðu okkar til aðflutnings fólks. Nágrannalöndin hafa mörg hver þurft að viðurkenna að mikill munur á almennri afstöðu fólks til grundvallarreglna mannlegs samfélags getur leitt til vandræða.” -Sigurður Guðmundsson, fyrrv. forstöðumaður Þjóðhagstofnunar.
Með kveðju,