Sæll,
Ert þú úrkurðaraðili um það hvað sé flokkur og hvað ekki? Ég veit ekki hvað flokkur er í þínum haus en í Íslensku alfræðiorðabókinni skilgreinist stjórnmálaflokkur svo:
“Stjórnmálaflokkur: skipulögð samtök sem sækjast eftir að viðhalda eða ná völdum og áhrifum við stjórn ríkis, ýmist í kosningum eða með valdbeitingu (t.d. byltingu).”
Flokkur framfarasinna eru skipulögð samtök sem sækjast eftir því að hafa áhrif á stjórn íslenzka ríkisins í gegn um kosningar og ætti því auðveldlega að skilgreinast sem stjórnmálaflokkur skv. Íslensku alfræðiorðabókinni þó það geti vel verið að einhver önnur skilgreining ráði ríkjum í þínum haus.
Annars væri áhugavert að fá rökstuðning fyrir því að meðlimir flokksins séu rugludallar og nasistar. Ef þú getur ekki rökstutt það með ásættanlegum hætti eru það ekkert annað en fordómar.<br><br>Með kveðju,
Hjörtur J.
“Fylkið ykkur jafnan undir merki þeirra er vilja vernda og efla íslenzkt þjóðerni og íslenzka tungu og reynið ávallt að fylgja málstað þeirra sem berjast fyrir því sem er rétt, gott og fagurt.” -Margrét Jónsdóttir skáldkona (1893-1971), höfundur ljóðsins “Ísland er land þitt”.