Ég er sammála því að það hefðu átt að fylgja skýringar með þessari mynd, enda kunna fæstir að lesa það út úr myndinni sem ekki kemur fram á henni. Ekki kann ég það og því var gott hjá þér að segja okkur hvað myndin sýnir ekki. Þessi mynd virðist já geta verið villandi fyrir mig og eflaust flesta hér, sem vita ekki þá hluti.
Mér finnst allt í lagi að rökræða málefni innflytjenda og hafa mismunandi skoðanir á þeim. Ég get ekki sagt að ég hafi fengið ástæðu til að telja ritter vera nasista. Hann er greinilega ekki frjálslyndastur þegar kemur að málefnum innflytjenda vægast sagt og hefur auk þess mikinn áhuga á Þýskalandi, annari heimsstyrjöldinni og svona, og þessi blanda finnst mörgum kannski tortryggileg, en í reynd hefur hann ekki sagt neitt beint nasistalegt er það?
Mér finnst málflutningur “framfarasinna” því miður jafn einhliða og málflutningur öfga-fjölmenningarsinna stundum. Þeir vilja ekkert tala um hve mikið innflytjendur ættu að lagast að okkur eða ekki, láta sem hlutir eins og ærumorð þau sem þekkjast meðal öfgafullra múslima og aðrir alvarlegir menningarárekstrar séu ekki til og svona, en framfarasinnar tala lítið sem ekkert um að hvaða leyti við ættum að aðlagast nýbúum og ekki gæta þess nóg að það komi skýrt og greinilega fram í öllum þeirra málflutningi að þeir beri virðingu fyrir nýbúum….Því finnst mér stundum eins og þeir þykist berjast gegn einhliða umræðu, með annari einhliða umræðu, lítið er fjallað um það góða sem aðrar þjóðir geta lagt til íslenskri menningu og svo framvegis. Einnig finnst mér undarlegt að verið sé að velta sér upp úr smáatriðum á heimasíðu þeirra eins og að einhver grunnskóli hafi hér í sparnaðarskyni líklega (þar sem sá skóli, Austurbæjarskóli hefur marga nemendur frá öðrum löndum) hætt að vera með svínakjöt á matseðli sínum. Mér finnst þetta ekki alveg meika sens hjá þeim, sérstaklega í ljósi þess að við eigum orðið næst feitustu börn í heimi á eftir könum og grænmetisneysla er almennt orðið of lítil hér, auk þess sem flestar menntastofnanir í Evrópu og Bandaríkjunum eru farnar að bjóða upp á valkost fyrir grænmetisætur, rétt eins og flugfélög, sem myndi jú nýtast múslimabörnum vel, en þarna erum við Íslendingar á eftir, og það ásamt sælgætisátinu er mikill áhrifavaldur í því að við erum bráðum að fara að setja enn eitt heimsmetið, ef ekkert breytist : feitustu börn í heimi.
Ég get þó ekki séð að maðurinn sé nasisti og mér finnst allt í lagi að tala um þessi mál, en umræða þessa flokks hans er greinilega mjög einhæf og vegna þess hve málið er viðkvæmt ættu þeir auðvitað að láta það koma fram með skýrari hætti að þeir beri virðingu fyrir innflytjendum, vonandi að svo sé, og slíkt.
Vilji þeir takmarka atvinnuleyfi til útlendinga finnst mér í lagi að pæla í slíku, með tilliti til atvinnuleysis hér og svo framvegis..Ég er ekki að segja að ég sé sammál því, hef ekki alveg myndað mér skoðun, en það er eitthvað sem þarf að ræða auðvitað. Ég vil ekki galopin landamæri eða of örar breytingar heldur. En hugmyndir þeirra um að lengja tíman sem þarf til að verða ríkisborgari og ef þeir vilja að fólk taki einhver rosaleg próf, nákvæmlega hversu þung próf þá? Svona spurningum gleyma þeir að svara.
Hvað með maka Íslendinga sem eru erlendir? Auðvitað ættu þeir að fá að verða ríkisborgarar hér þó þeir tali ekki alveg fullkomna íslensku eða fái 10 á söguprófi um Ísland. Hvaða réttlæti er í því að mæður og feður íslenskra barna njóti ekki fullra réttinda?
Vegna þess að þeir hafa ekki svarað slíkum spurningum, og ekki tekið fram að þeir geri nokkra sérstaka undanþágu fyrir konur og menn af erlendum uppruna sem eiga íslensk börn með íslenskum maka og svona, þá lýst mér ekki á þennan flokk nei.
Það er ekki það að hann vilji ræða mál innflytjenda, slíkt er sjálfsagt. Mér finnst hins vegar stefna þeirra þar ekki nógu skynsamlega eða í takt við íslenskan veruleika. Á útlend móðir eða faðir sem á 3 íslensk börn en hefur ekki fullkomna söguþekkingu ekki að njóta fullra réttinda hér? Hvernig ætli börnum hennar líði með það? Að ráðskast á þennan hátt með íslenskar fjölskyldur er allt annað en að setja atvinnurekendum takmörk fyrir því hvað þeir geti ráðið marga útlendinga í vinnu og slíkt, útlendinga sem eru ekki þegar búsettir hér það er að segja, eða að vilja takmarka landvistarleyfi til fólks sem ætlar sér ekki að giftast Íslendingi til dæmis.
Þeir þykjast standa vörð um hag þjóðarinnar, en einstaklingar skipta mestu máli. Sá sem ætlar að takmarka réttindi einhvers sem elskar Íslending hér og geri honum/henni erfiðara fyrir, er ekki vinur Íslendinga finnst mér. Flokkurinn hefur ekki svarað spurningum á þessum toga og það hef ég á móti honum en EKKI það að hann skuli ræða mál innflytjenda.