Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvort það sé að verða fastur liður hér á Íslandi á hálfsmánaðar fresti að flóttamenn, eða aðrir vegabréfalausir erlendir ríkisborgarar, komi hingað til lands til að sækjast eftir pólitísku hæli? Þetta mun vera þriðja tilfellið á örfáum vikum, eins og menn þekkja væntanlega:
—————-
Mbl.is - 13.6.2002
Fimm manna fjölskylda óskaði eftir hæli á Seyðisfirði
Fimm manna fjölskylda óskaði eftir pólitísku hæli á Seyðisfirði í morgun. Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, segir að fólkið, sem kom til landsins með Norrænu, hafi engin vegabréf en segist vera frá Georgíu.
Yfirvöld óskuðu aðstoðar Rauða krossins við að hýsa fólkið á meðan frumrannsókn á máli þeirra fer fram en Útlendingaeftirlitið fær málið til meðferðar þegar teknar hafa verið frumskýrslur af fólkinu.
Þrír fullorðnir og tvö börn, tveggja og þriggja ára, eru í hópnum.
————<br><br>Með kveðju,
Hjörtur J.
“And to preserve their independence, we must not let our rulers load us with perpetual debt. We must make our election between economy and liberty, or profusion and servitude.” -Thomas Jefferson
Með kveðju,