Jæja. Mig langar að benda á eitt sem enginn hefur greinilega tekið eftir. Um daginn þá ákvað Alþingi að fá sér 3% launahækkun. Og á meðan til þess að fá þessa launahækkun þá lokuðu þeir fjárveitingu til Lestrardeildar Háskólans(Þið vitið þeir eru að rannsaka lesblindu og reyna að uppgvöta hana í tæka tíð fyrir suma, svoleiðis ómerkilega hluti!) og spöruðu 10 milljónir á ári. Ekki nóg með það þá var samningur á milli barnageðdeildinnar Landspítalans, SÁÁ, Barnavernd og Heilbrigðisráðuneytisins ekki framlengdur. Og þarna spöruðu þeir 43 millur á ári. Með þessu þurftu þeir líka að loka bráðamóttöku og 17 legurými. Sniðugt ekki satt?
Allt til að frá 3% helvítis launahækkun!<br><br>“The only duty we owe history is to rewrite it.” - Oscar Wilde