Sæll. Ég veit ekki hvort faðir hans er Tyrkneskur, en Hjörtur segir hann Bandaríkjamann og Bandaríkin eru jú mjög fjölþjóðlegt land svo faðir hans gæti verið hvaðan sem er.
Að hann sé Tyrki er alls ekkert víst og gæti það verið samruglingur við ákveðna þjóðsögu. Ég hef nokkrum sinnum heyrt þá sögu að margir Vestmanneyingar séu blandaðir Tyrkjum vegna Tyrkjaránsins, reyndar hef ég líka heyrt það sama um Færeyinga, rétt eins og að flestir sem eiga ættir að rekja til Austur- eða Vestfjarða hérlendis eiga að vera afkomendur Suður-Evrópubúa, vegna þeirra ótal sjómanna sem hingað komu, strönduðu og slíkt, eins og oftast er með eyjar, sérstaklega eiga mörg okkar að vera afkomendur Frakka, sem eiga annars einnig að vera blandaðir Arabaþjóðum og fleirum, auk þess sem þar hefur alltaf verið allt fullt af ýmsum þjóðflokkum, sígunar til dæmis og talsvert af Gyðingum, og sumir hafa einnig sagt að Frakkar séu blandaðir svörtum, svo hver veit hver er hvað hér ef eitthvað er til í þessum sögum? Annars var slíkt yfirleitt ekki látið uppi hér á landi, en þetta er svona “grunur” í mjög mörgum ættum og margir ættfræðigrúskarar þekkja þetta víst betur, yfirleitt var reynt að hylma yfir þetta og mikið um að börn væru rangfeðruð vegna þess hvernig samfélagið leit á þetta. Ef þetta er satt gæti þetta eflaust hafa bjargað mörgu og forðað okkur frá innræktun og ýmiskonar geðveiki og fleira sem henni oft fylgir, sem vissulega var hætta á í landi þar sem ótal manns giftust einhverjum sveitungi sínum sem var frændi þeirra eða frænka, jafnvel svo mikill náfrændi eða frænka að við myndum hugsa okkur tvisvar um slíkt í dag sum. Eflaust er eitthvað til í þessum sögum, eins og flestum slíkum sögum, og eflaust er megnið af heiminum mikið blandaðri en hann heldur, enda flestir vísindamenn á þeirri skoðun að svokallaðir kynþættir séu ekki til, og útlitsmunur ýmsikonar aðallega komin til af aðlögun við mismunandi veðurfari og umhverfi. Ljóst hár á það til dæmis til að lýsast einstaklega mikið og slitna, vegna þess að það er svo fíngert oftast, í mikilli sól, og ljós húð brennur auðveldlegar, myndar hrukkur fyrr að sögn margra, og á frekar hættu á ýmis konar ofnæmi, vegna þess að hún hefur ekki þurft að verða sterk í sólinni og þola hitt og þetta, en hver veit nema hún standist kulda betur á einhvern hátt. Frumbyggjar Ástralíu sem eru dökkir á húð, en frábrugðnir svertingjum Afríku að sumu leyti telja sumir vísindamenn hafa verið hvítan “stofn” eitt sinn, en hvíta menn sem fluttust á suðlægari slóðir.
Varðandi goðsögnina um Davíð Oddson þá er hún greinilega fyrst og fremst byggð á útliti hans, en við menn með hans útlit festast gjarnan slíkar sögur, þó þeir séu ekkert mjög, bara smá pínu-pons, svertingjalegir. Svipaðir sögur gengu til dæmis um mann sem er kannski frægasta tónskáld allra tíma, Ludwig van Beethoven, en um Evrópu gengu þær sögur um hann að hann væri af svertingjum kominn. Ef þú skoðar mynd af Ludwig van Beethoven kemur í ljós að hann var mjög, mjög svipaður Davíð Oddson í útlit að mörgu leyti, og þeir hefðu vel getað verið skyldir, svo þetta virðist bara vera saga sem á til að festast við menn með þetta útlit. Kannski sá sem byrjaði að breiða þessa sögu út um Davíð Oddson forsetisráðherra Íslands, hafi fyrst þekkt söguna um Beethoven, og séð myndir af tónskáldinu og farið að pæla í hvað þeir væru líkir og hvort Davíð væri þá svartur líka, þó enginn viti hvort hvorki sagan um Beethoven né sú um Davíð, sem er að ýmsu leyti líkur þessu einu frægasta tónskáldi allra tíma, eigi við minnstu rök að styðjast.
Hvort sem Davíð eða Árni eru af Íslendingum komnir eingöngu 20 kynslóðir aftur í tíman eða ekki, skiptir svo bara engu máli og gerir þá hvorki verri né betri menn. Ég er ekki í Sjálfstæðisflokknum, eða neinum flokki, en svona sögur fara í taugarnar á mér, því ég sé ekki hvaða máli þær eiga að skipta og hvað er svona áhugavert við þær svo sem. Ég segi þær sem ég hef sjálf heyrt því aðeins, til að sýna hlutina í stærra samhengi og hvaðan sögurnar gætu komið.
Beethoven…Davíð Oddson..Svertingjar?
Björk og ýmsir aðrir Íslendingar…frá Grænlandi?
Meirihluti, í ljósi þess að af þessum stöðum er ekki mikið af fólki og þær fáu ættir sem þarna voru giftist innbyrgðist, þar með talið auðvitað þessum fjölskyldum sem voru að hylma yfir samskipti af þessu tagi við útlendinga, þeirra sem eru ættaðir af Vestfjörðum eða Austfjörðum Frakkar? Og þar af leiðandi, ef sögurnar um Frakka sjálfa eiga við minnstu rök að styðjast ekki svo ómögulega arabar, ég tala nú ekki um ef þetta var Spánverjablandaður Frakki, og svo bjuggu jú ekki um ófáir Gyðingar í Frakklandi og einnig voru þar sígunar.
Vestmanneyingar og Færeyingar=Tyrkir
En nei, nei, við erum öll bara afkomendur Noregskonunga, ættfræðibækurnar okkar minnast nær ALDREI á þrælana, og hvað þá aðra….Trúir þú þessu?
Svo má ekki gleyma því að Samar hafa ansi lengi búið á Norðurlöndunum, svo hver veit nema einhver af þessum “Noregskonungum” hafi ekki verið fremur Asískur á að líta?
Og er ekki þessi fræga stytta af Óðni alveg eins og Japani í framan.
Kveðja,
Thulesól ,ljóshærð, bláeyg, hvítari en Casper og lítur í alla staði út eins og einhver sem hefði komist inní Hitlersæskuna eins og skot, iðulega spurð hvort hún sé sænsk í útlöndum en trúir ekki einu orði um það að hún sé hreinræktaður afkomandi Noregskonunga frekar en aðrir Íslendingar fyrir því , og ja, voru Noregskonungar kannski með Samablóð og líktust styttunum af Óðni?
PS: Ekki vera auli, kynþættir eru ekki til! Hef smá samviskubit yfir þessu slúðri, en þetta var bara svona pæling um hvort þú gætir sjálfur ekki verið blandaður, hvort Beethoven var þá líka svertingi, hvort Björk sé verri manneskja þó svona sögur gangi um hana- nema þú sérst ekki að gefa í skyn að Árni sé það, og hvers vegna þú ættir að hafa áhuga á svona sögum. Er ekki óþarft innlegg í Árna Johnsen umræðuna að nýta sér Tyrkjahatur það sem vex og vex um alla Evrópu og fordóma fyrir múslimum almennt. Ég sé annars ekki hvaða þýðingu þessi saga ætti að hafa hér, nema þetta sé þýðingarlaust blaður hjá þér, og þú sérst ekkert að “gefa í skyn”, en jæja, þýðingarlaust blaður á nú varla heima hérna, ekki algjörlega þýðingarlaust að minnsta kosti:)