Árni Johnsen í Kastljósi!!
Nú var ég að horfa á sjónvarpið áðan og er þá ekki Árni Johnsen gestur Kastljóssins. Ég bjóst við því að hann ætlaði að segja eitthvað sem fengi mann til að hugsa aðeins öðruvísi um allt þetta “hneyksli”. Vorkenndi manninum örlítið, ég meina það er búið að vera að lesa upp ákærurnar gegn honum í útvarpi og sjónvarpi í allan dag. En þegar maðurinn fór að tala kom upp einhver allt önnur tilfinning en vorkunsemi hjá mér!! Það sem hann lét út úr sér og hvernig hann kom fram við fréttamennina sem voru að mínu mati að spyrja réttlætanlegra spurninga, var að mínu mati fyrir neðan allar hellur. Td sagði hann að hann hafi ekki reynt að hylja það sem hann gerði og svo þegar Kristján bendir á að hann hafi gabbað þá á Morgunblaðinu og viðurkennt það, verður Árni eins og Ragnar Reykás og skiptir um skoðun. Ég er sjokkeruð á framkomu hans og tel að þetta hafi ekki hjálpað “málstað” hans agnarögn.