Eftir að hafa fylgst með Birni Bjarnasyni í nokkrar vikur í kosningabaráttunni er ég viss um að sjálfstæðismenn ná ekki aftur borginni. Björn er hreinlega ekki fær um að koma fram fyrir hönd listans eða ræða efnislega um eitt eða neitt. Ef lagðar eru fyrir hann spurningar sem honum líkar ekki segir hann að þær séu ekki byggðar á réttum forsendum eða þá að það sé ekki hægt að spyrja “Ef þú ætlar, verður, munt þú…o.s.f.v.” vegna þess að hann viti ekki hvernig hlutirnir verði á þeim og hinum tímanum. Restinni af spurningunum svarar hann með hroka og skítkasti sem er allveg dæmigert fyrir hann, gamlan útúrbrunninn stjórnmálamann sem neiddur var útí borgar pólitíkina.
Gott dæmi um þetta er þáttur Silfur Egils fyrir ekki svo löngu þar sem hann og Ingibjörg Sólrún mættust. Björn svaraði ekki spurningum með öðru en útúrsnúningum og vitleysu og kom fram eins og fífl á meðan Ingibjörg “át hann lifandi”. Björn átti sér ekki viðreisnar von og var eins og illa barinn hundur.
Björn er hreinlega orðinn þreyttur gamall kall sem á enganveginn heima í ráðhúsinu enda mun eflaust verða fundið fyrir hann einhvert gott sendiherra embætti þegar hann hefur setið í minnihluta í borgarstjórn í nokkra mánuði.