Það þýðir ekki að setja sér markmið um að lækka skatta um 5%, lækka vexti og færa skattleysismörk nema með því að minnka útgjöld á móti. Ég lifi í þeirri trú að minnkun ríkisvaldsins sé svarið.
Því minna sem ríkisvaldið er, því lægri skatta þurfum við að greiða. Ef ríkið myndi hætta allri starfsemi á þeim mörkuðum þar sem einkaaðilar geta skilað betri árangri þá væru skattar varla til. Í fljótu bragði dettur mér helst í hug að nefna heilbrigðiskerfið, menntakerfið og samgöngur á landsvísu þó það mætti telja yfir þúsund atriði sem ríkið skiptir sér að en ætti ekki að gera.
Til rökstuðnings bendi ég á að Bandaríkin voru með besta heilbrigðiskerfi um miðja þessa öld, en síðan þá hefur yfirvaldið farið að skipta sér af með þeim afleiðingum að fólk hætti að styrkja góðgerðarstofnanir (til hvers ef ríkið borgar þetta) og einkareknar heilbrigðisstofnanir þurftu að standast óraunhæfar kröfur hins opinbera. Hefði markaðurinn ráðið væri heilbrigðiskerfið í USA í góðum málum í dag.
Það sama gildir t.d. um menntastofnanir. Það þarf ekki ríkisvald til að sjá til þess að menntun sé nógu góð. Ef einkarekinn skóli er ekki nógu góður þá eru börnin send í annan skóla. Ef fólk hefur ekki efni á að senda börnin sín í skóla þá eru e.t.v. góðgerðarstofnanir sem hægt er að leita til. Ef ekki þá er samhjálp etv. ekki vilji fólks og engin ástæða til að þvinga fólk til slíks.
Til að lækka skatta þurfum við frjálst markaðshagkerfi. Ég gæti haldið áfram endalaust um frjálshyggjuna en mæli með <a href="
http://www.frjalshyggja.is/“>Frjálshyggju.is</a> fyrir rökfærslur um hin ýmsu mál er ríkisvaldið varðar (ekki).<br><br><i><a href=”
http://www.batman.is/“ target=”_blank">Batman.is</a> færir þér meiri hamingju</i