Flestir sem eru á móti vinstri-vitleysingunum sem ætla að kæfa íbúa lands vors með skattlagningu og stofnanahygli, samanber ákvörðun um niðurskurð í heilbrigðismálum en detta ekki í hug að selja Þjóðminjasafnið, sem er jú mun ónauðsynlegri stofnun en spítalar þjóðar vorrar.
En þar sem einstaklingarnir sem eru á móti þessari stefnu eru nánast undantekningalaust eldri en stuðningsmenn þessarar hörmungar eru þeir flestir komnir í vinnu, auk þess sem margir hafast við út á landi. Það er auðvitað engan vegin tækt að ferðast mörghundruð kílómetra til þess að standa æpandi og öskrandi eins og eitthver fábjáni hverra helgi, frekar gera það sem heilvitamaðurinn gerir, og það er að mótmæla í gerðum, ekki orðum, sem þýðir að kjósa eitthverja aðra flokka í næstu kosningum.
Trúðu mér, ef mótmælin eru ekki til að kalla fram nýjar kosningar gætuð þér allt eins verið að berja hausnum í veggin á alþingishúsinu, hvernig dettur þér í hug að ríkisstjórn sem gæti allt eins verið með umboð meirihluta þjóðarinnar ef atkvæðavægi í seinustu kosningum sé tekið saman nenni að hlusta á eitthverja vitleysinga öskrandi og æpandi á lóðinni með viskustykki vafin um hausin á sér.
Hins vegar er það einnig vilji flestra að halda stjórninni starfshæfri, til að ekki myndist stjórnarkreppa og það gæti verið ástæða andúðar sem þú minntist á út í VG þar sem hin svokallaða ,,órólega deild'' heldur að hún hafi verið kosin til að keyra í gegn eitthverjar sósíalískar samfélagshugsjónir sínar, í stað þess að sjá málið sem það er. Það er auðvitað að þau voru kosin til að keyra í gegn efnahagsbata, ekki til að banna vændi, standa vörð um listaelítuna og ráðast gegn skólum sem vilja starfa sem sjálfstæðast frá ríkinu.
Stór pirringur í átt að VG kemur hins vegar frá Samfylkingarmönnum sem vilja ekki missa stjórnina frá sér, því þá gætu þeir þurft að mynda aðra með Sjálfstæðisflokknum og eru hræddir um að það skaði ýmind flokksins. Hvað besta flokkin varðar hafa ýmsir þótt þeir sviknir að í ljós kom að þetta var eingöngu dulbúin samfylking, hins vegar er það þó epli sem Reykvíkingar verða að éta þegar þeir kusu mannin sem sagði ,,Ég ætla ekki að standa við neitt, langar bara í þægilega stöðu fyrir mig og mína'' og hefði greinilega mátt sjá alvöruna í því þegar framboðslistinn var kynntur, enda eingöngu Jón Gnarr og vinir hans þar á blaði.
Þér verðið samt að afsaka fáfræði mína, ég er nefnilega í vinnu og oft búinn klukkan sjö og hef því ekki tíma til að lesa gagnauga allan dagin.
Mín spurning er sú: Er fólkið hérna virkilega að biðja um kreppu númer tvö?
Er ekki tími til að stofna svona eins og nokkra TUGI geðveikrahæla hérna?
Nú svo ég svari spurningu yðar beint þá held ég að meinið sé einmitt að koma í veg fyrir kreppu númer tvö. Stjórnarkreppa gæti vel valdið því og fólk vill nú bara helst að VG geri sér grein fyrir að þeir eru peð í þessu spili og hunskist þennan eina reit áfram, þótt þeim langi kanski að fara til hliðar. Það sást nú bara að fjárlagafrumvarpið var samþykkt með einu atkvæði umfram, hefði það fallið hefðu Samfylkingarmenn séð sig knúna til að semja við aðra stjórnmálaflokka en VG og það vill stór hluti íbúa landsins heldur ekki, á sama tíma er annar stór hluti sem er á móti stefnu ríkisstjórnarinnar og auðvitað þriðji sem eru á móti því það er töff.