Ég rakst á þessa grein á vefsíðu þeirra í Framfarasinnaflokknum og ákvað að setja hana hér inn enda er hún áhugaverð og fjallar um klúðrið á þigninu í gær.
Í dag, föstudaginn 5. apríl árið 2002, klukkan 13:44 samþykkti Alþingi Íslendinga frumvarp um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, sem lögð var fram af Páli Péturssyni félagsmálaráðherra og í reynd er það svo að fara þarf aftur um um rúmlega átta áratugi til þess að finna svo mikla afturför á sviði kosningaréttar.
Nú þarf ekki að deila um það hvort að veita eigi norrænum ríkisborgurum kosningarétt í sveitarstjórnum hér á landi, enda er það svo að við höfum í gildi gangkvæma samninga þar um við hin norðurlöndin.
Hinsvegar er það svo að afgangurinn af heiminum hefur ekki í gangi neina slíka samninga við íslenska ríkið. Samt sem áður samþykkti Alþingi í dag að veita útlendingum hvaðan svo sem þeir kunna að koma réttindin til að greiða atkvæði í sveitarstjórnarkosningum hér, hafi þeir búið hér í fimm ár, og er það aðgerð sem rýrir bæði gildi og réttindi okkar sem íslenskra ríkisborgara. Á meðan útlendingar munu hafa réttindi til þess að hafa áhrif á stjórnun sveitarfélaga hér á landi, munum við Íslendingar ekki njóta þess sama réttar við dvöl í þeirra löndum. Helstu rökin fyrir þessu voru þau að hinn erlendi ríkisborgari borgaði hér skatt og álögur á við íslenska ríkisborgarann og ósanngjarnt væri því að hann hefði engin áhrif. Þessi röksemd er þó ansi varasöm enda má með því að nota hana segja að þeir sem hafa laun undir skattleysismörkum eigi ekki að hafa kosningarétt því þeir jú borga engan tekjuskatt.
Dæmi frá Belgíu
Nú nýlega eða þann 28. mars hafnaði efri deild Belgíska þingsins því að taka upp svipuð ákvæði og Alþingi Íslendinga samþykkti, og líkt og hér á landi þar sem Samfylkingin lagði upprunalega fram hugmynd að frumvarpinu voru það Belgískir Sósíalistar og Græningjar sem lögðu fram tillöguna þar. Í ferlinu í Belgíu var einnig spilað á það hversu ósanngjarnt væri að þeir sem borguðu skatta fengju ekki að hafa áhrif, að samþykkt laganna sýndi að Belgía væri raunverulegt „fjölmenningarsamfélag” og á það að Belgía væri eitt „fárra” ríkja Evrópusambandsins þar sem lög heimiluðu erlendum ríkisborgurum, frá löndum utan ESB, ekki að kjósa til sveitarstjórna.
Þvert á móti er raunin þó sú að einungis fimm af fimmtán aðildarríkjum ESB hafa samþykkt svipuð lög og var hafnað í Belgíu en samþykkt hér á landi og því varla hægt að segja að Belgía sé í hópi fárra ESB ríkja.
Aftur heim
Eftir atkvæðagreiðslu gærdagsins er ljóst að þörf er á afli sem tekur tillit til þarfa og hagsmuna Íslendinga hér á Íslandi, einkarlega eftir að sú athyglisverða staðreynd er skoðuð að enginn þingmaður hafði þann dug að segja nei við þessari lagabreytingu. Þó heyrst hafi af nokkrum sem ekki voru henni samþykkir, bæði í hópi þeirra sem voru fjarstaddir og þeirra sem þó sögðu já. Alls greiddu 35 þingmenn af 63 atkvæði og er hér að neðan listi yfir þá þingmenn sem í dag samþykktu að rýra réttindi okkar Íslendinga útlendingum til hagsbóta.
Með því að smella á nafn þeirra má senda þeim tölvupóst.
Arnbjörg Sveinsdóttir - Sjálfstæðiflokki
Ásta Möller - Sjálfstæðisflokki
Drífa Hjartardóttir - Sjálfstæðisflokki
Einar Oddur Kristjánsson - Sjálfstæðisflokki
Einar Már Sigurðarson - Samfylkingu
Geir H. Haarde - Sjálfstæðisflokki
Gísli S. Einarsson - Samfylkingu
Guðjón A. Kristjánsson - Frjálslynda flokknum
Guðmundur Hallvarðsson - Sjálfstæðisflokki
Guðni Ágústsson - Framsóknarflokki
Halldór Ásgrímsson - Framsóknarflokki
Halldór Blöndal - Sjálfstæðisflokki
Hjálmar Árnason - Sjálfstæðisflokki
Ísólfur Gylfi Pálmason - Framsóknarflokki
Jóhanna Sigurðardóttir - Samfylkingu
Jón Bjarnason - Vinstrihreyfingunni - grænu framboði
Karl V. Matthíasson - Samfylkingu
Kjartan Ólafsson - Sjálfstæðisflokki
Kristinn H. Gunnarsson - Framsóknarflokki
Kristján L. Möller - Samfylkingu
Kristján Pálsson - Sjálfstæðisflokki
Magnús Stefánsson - Framsóknarflokki
Páll Pétursson - Framsóknarflokki
Pétur H. Blöndal - Sjálfstæðisflokki
Rannveig Guðmundsdóttir - Samfylkingu
Sigríður Ingvarsdóttir - Sjálfstæðisflokki
Sigríður A. Þórðardóttir - Sjálfstæðisflokki
Siv Friðleiðsdóttir - Framsóknarflokki
Sólveig Pétursdóttir - Sjálfstæðisflokki
Steingrímur J. Sigfússon - Vinstrihreyfingunni - grænu framboði
Sturla Böðvarsson - Sjálfstæðisflokki
Valgerður Sverrisdóttir - Framsóknarflokki
Vilhjálmur Einarsson - Sjálfstæðisflokki
Þuríður Backmann - Vinstrihreyfingin - grænu framboði
Ögmundur Jónasson - Vinstrihreyfingunni - grænu framboði