Aumingja löggan.
Það er ekki hægt að gera öllum til hæfis, alltaf er einhver að bögga hana.
Það stendur til að halda fund. Fund sem krefst að ákveðins öryggis sé gætt.
Ef löggan gerir engar extra ráðstafanir, þá er hún dæmd léleg af ráðamönnum og fundurinn jafnvel sleginn af.
Ef lögreglan gerir þessar extra ráðstafanir, þá er hún dæmd léleg af einhverjum ‘Múrverjum’.
Á löggan að fara eftir ráðamönnum, eða ‘múrverjum’?
Múrverjar hæðast af löggunni, sem gerir ekkert annað en að hlýða skipunum.
Af hverju hæðast ekki múrverjar að þeim sem setja þau viðmiðunarmörk öryggis sem fara skal eftir?
Af hverju hæðast ekki múrverjar að þeim virkilegu aumingjum sem orsaka að þessar öryggisráðstafanir séu gerðar? Aumingjum sem fela sig innan um friðsamlega mótmælendur til þess að geta kastað eldsprengjum, steinum o.fl. Eyðileggja opinberar og einkaeignir, til þess eins að geta skemmt sér og skrattanum.
Það skyldi þó aldrei vera að ‘samúð’ múrverja liggi hjá þessum áðurnefndu aumingjum?<br><br>All is well as ends Better. The Gaffer.
All is well as ends Better. The Gaffer.