Krónan á að hrynja. Ef hún hrynur þegar við afnemum höftin þá þýðir það bara að krónan er ofmetin á mörkuðum núna. Það þýðir að útflutningurinn fær ekki rétt verð fyrir það sem hann er að selja og fólk sem flytur inn vörur er að kaupa þær ódýrar en þau eiga í raun að kaupa þær sem þýðir að hér verður gjaldeyrisskortur.
Höftin leysa ekki neitt vandamál, þetta er tálsýn til þess að blekkja fólk sem skilur ekki hagfræði, en þetta er ekki lausn á nokkrum sköpuðum hlut.
Íslendingar eru hinsvegar ekkert sérlega þekktir fyrir góða efnhagstórn
Frekar barnalegt viðhorf. Ertu að segja að Íslendingar séu einhver annar kynstofn en annað fólk og að hér sé ómögulegt að hafa góða efnahagsstjórn. Við getum léttilega litið til útlanda og séð hvað er að virka þar og gert það sama hérna.
Það að hér séu heimskir og spilltir stjórnmálamenn þýðir ekki að stjórnmálamenn í Evrópu séu ekki líka heimskir og spilltir. Evran og Dollarinn hafa einnig verið að falla, í raun eru allir gjaldmiðlar alltaf að falla, málið er bara að við gerðum
meira vitlaust en þeir, ekki það að þeir hafi gert eitthvað rétt.
Svo skil ég ekki hvað þú ert að tala um þarna í endan, þú hendir fram hugtökum sem þú virðist samt ekki skilja og heldur að ef við afhendum allt vald í hendur útlendinga þá muni þeir bara redda þessu. Það eru nákvæmlega sömu mistök og fólk gerir varðandi íslenska ríkið, þ.e. að afhenda þeim völdin í landinu og halda að þeir geti reddað öllu. Það eina sem ESB gerir er að færa þetta vald lengra frá fólkinu.
Hvað með, einu sinni, að fara í hina áttina og skilja að valdið á að vera nær fólkinu en ekki fjær… því pólitíkusum er greinilega ekki treystandi.
Ég sagði ekki að niðurfelling okkar tolla þýddi aukinn útflutningur, það þýðir hins vegar aukin framleiðsla fyrir þjóðina og það er mjög létt að sýna fram á þetta með einföldu hagfræðilíkani með framboði og eftirspurn