En eigum við þá ekki að taka mark á því þegar þetta fólk segir að hugmyndir þeirra hafi aldrei verið reyndar? Kommúnistar vilja meina að í Sóvétríkjunum hafi verið og mikið ríkisvald og miðstýring frá Moskvu sem eyðilagði land á stærð við heila heimsálfu og fjölda þjóðarbrota.
Frjálshyggjumenn vilja meina að vandamál í okkar kapitalíska heimi megi oftar en ekki rekja beint eða óbeint til afskipta ríkisvaldsins af markaðnum.
Í staðinn fyrir að kalla þá útópíska, líta síðan á stjórnarfar sem þú vilt meina að sé sama hugmynd og þessir aðilar hafa og dæma þá síðan út frá henni, af hverju þá ekki að taka mark á því sem frjálshyggjumenn og kommúnistar segja að hafi skort í þessum ríkjum?
Í praksís verður það þó alltaf þannig að frelsi eins mun alltaf bitna á öðrum.
Það mun alltaf eitthvað bitna á öðrum. Menn munu alltaf deila sín á milli og það mun alltaf þurfa dómstóla til þess að skera úr um ágreining manna. Það er satt í öllum stjórnkerfum.
Munurinn er hins vegar að ef frelsi þitt er ekki virt þá getur þú ekki kvartað þegar þú telur að það sé brotið á þér.
Ég man ekki til þess að frjálshyggjumenn hafi sagt að þeir séu með lausn við geðveiki, nauðgunum, innbrotum og morðum (þó þeir telji að þeim mætti fækka). Boðskapurinn er bara að við eigum ekki að skipta okkur að málum annarra fyrr en þeir fara að skipta sér að okkur að fyrra bragði. Það er ekkert loforð um það að enginn muni nokkurn tímann bögga neinn… þetta er bara þumalputtaregla sem segir okkur hver sé í rétti og hver ekki.
Þetta er ekki loforð um það að aldrei aftur muni einhver skipta sér að því þegar fólk leggst út í sólina og fær sér jónu. Þetta er hins vegar þumalputta sem segir okkur hvern við eigum að styðja þegar slíkar aðstæður koma upp, þ.e. við eigum að aðstoða manninn sem gerði ekkert af sér nema fá sér jónu í sólinni… við eigum ekki að aðstoða manninn sem er að skipta sér að honum