Í ljósi nýlegra kannana þar sem spurt er um afstöðu í komandi borgarstjórnarkosningar tel ég rétt að minna kjósendur á The Bradley effect. The Bradley effect er nefnt eftir Tom Bradley sem bauð sig fram í embætti fylkisstjóra Californiu. Eftir að honum hafði verið spáð yfirburðasigri í öllum könnunum var raunin önnur á kjördag.
Persónulega tel ég að það sama muni eiga við um Besta Flokkinn, samkvæmt nýlegri könnun nær Besti Flokkurinn átta mönnum inn í borgarstjórn en ég yrði nú aldeilis hissa ef þeir yrðu fleiri en 3-4.


http://en.wikipedia.org/wiki/Bradley_effect

Ps. Ég veit að þarna er aðallega talað um svarta frambjóðendur og ég veit að Jón Gnarr er ekki svartur. Hinsvegar tel ég þó að þetta eigi sér margar hliðstæður.