Mig minnir endilega að einhver flokkur við stjórnvölinn hafi lofað því að lækka skatta fyrir síðustu kosningar.

Sjálf hef ég ekki orðið vör við lækkun tekjuskattsprósentu, né heldur hefur persónuafsláttur hækkað.

Launahækkun mín var etin upp áður en hún náði í launaumslagið ef mig minnir rétt, með hækkunum á svo til öllum sviðum vöru og þjónustu, en velsæld minni er borgið að sögn verkalýðshreyfingarinnar kaupmátturinn hangir við “rauða strikið”.

Er ekki kominn tími til að fara að fletta upp í kosningabæklingunum og athuga hver lofaði hverju í ljósi hins mikla góðæris sem verið hefur ríkjandi, til þess að athuga hvar á að setja strik á kjörseðilinn þessu sinni, bæði nú í vor og næsta vor ?

Það væri ekki vitlaust að taka saman í bókarform útgefin kosningaloforð og efndir hinna ýmsu flokka eins og nokkra áratugi.
Hvað finnst ykkur ?

kveðja.
gmaria.