Já, í rauninni.
Þetta snýst allt út á það að fólk vill vita hvernig kerfið hefði átt að bregðast við í fullkomnum heimi.
Mín skoðun er hins vegar sú að hrunið var óhjákvæmileg afleiðing góðærisins og sé í raun innbygður galli í núverandi kerfi og frekar merkingarlaust að tala um hvað hafi nákvæmlega farið úrskeiðis.
Vandamálið er stjórnkerfi landsins í heild, flokkakerfið á Alþingi og miðstýring Seðlabankans í peningamálum og uppbygging bankakerfisins. Mér finnst hins vegar frekar kjánalegt að halda að við getum lært eitthvað af einstaka þáttum málsins sem eiga að vera orsök hrunsins.
Þetta er svipað og ef kommúnískur einræðisherra fokkar upp heilu hagkerfi og það fyrsta sem fólk gerir er að steypa honum af stóli og koma fyrir nýjum kommúnískum einræðisherra og halda síðan að allt lagist ef því tekst að greina hvaða aðgerðir fyrri leiðtogans voru slæmar í stað þess að átta sig á því að það er slæmt að vera með kommúnískan einræðisherra… sama hver situr í því hásæti.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig