Af hverju samt? Myndi maður ekki ætla að flugfreyjan, dýralæknirinn eða jafnvel einhver verr menntaður (t.d. er ekkert óhugsandi að einhvern daginn kjósi Íslendingar jafnvel yfir sig einhvern sem á ólokið stúdentspróf… hefði t.d. Halldór Laxness eða Jóhannes í bónus kannski ekki getað safnað nægilegum atkvæðum þegar þeir voru upp á sitt vinsælasta?).
Hver svo sem væri við stjórnvöl hefði fullt af ráðgjöfum. Í bretlandi er samkvæmt hefð talið æskilegast að hafa ráðherra sem ekki sem ekki er skyldur málaflokkinum, t.d. ekki heilbrigðisráðherra sem sé læknir eða menntamálaráðherra sem sé fyrrum kennari. (Út af því ákvarðanir þeirra eiga að vera pólitískar ekki faglegar, fagmenn eiga svo að sjá um útfærsluna á markmiðunum sem ráðherrarnir setja). Í Kína hins vegar er meiri áhersla lögð á tengsl menntunar við embættið, (þar náttúrulega fer flokkurinn með ólýðræðisleg völd, ráðherrarnir sjálfir eru ráðnir af flokkstjórninni, gott dæmi t.d. núverandi heilbrigðisráðherra, sem var menntaður í Frakklandi og ekki flokksmeðlimur).
Það er ekki þegar ráðherra er flugfreyja eða dýralæknir sem ég pirrast, það er þegar seðlabankastjóri er ekki menntaður í hagfræði sem ég pirrast. Af því, allavega í núverandi stjórnskipulagi “eiga” seðlabankar að hafa pólitískt sjálfstæði og jafnvel eitthvað í áttina að pólitísku hlutleysi ef slíkt er hægt.