Þú ert að rugla saman svo mörgum málefnum hérna að ég veit ekki hvar ég á að byrja.
Peningaprentun er ekki verðmætasköpun. Ég er á móti Seðlabankanum og einokun ríkisins á útgáfu peninga og ég er á móti því að peningar séu skapaðir úr lausu lofti, en það kemur þessu máli ekkert við.
Magn verðmæta í heiminum hefur aukist gífurlega bara á síðustu 20 árum. Við framleiðum miklu meira af mat en nokkru sinni fyrr, við höfum betri tölvur en nokkru sinni fyrr, við framleiðum fleiri bíla og flugvélar en nokkru sinni fyrr. Við erum, þegar á heildina er litið, mun ríkari en við höfum nokkurn tímann áður verið.
http://en.wikipedia.org/wiki/Comparative_advantageÞetta er einföld hagfræði, ég mæli með því að þú kynnir þér hana.
Ef ég er hlutfallslega betri en þú í einhverju þá er betra fyrir okkur báða að ég einbeiti mér að því að framleiða það, og þú að framleiða eitthvað annað, og síðan skiptum við á því sem við framleiddum svo við endum báðir með meira en ef við hefðum reynt að búa til allt fyrir okkur sjálf.
Vesturlandabúar eru til dæmis með mikið læsi, mikla tölvu og tæknikunnáttu og reynslu af slíkri vinnu. Asíubúar eru hins vegar margir hverjir færir í því að vinna í verksmiðjum eða við hrísgrjónarækt.
Þess vegna er betra ef við fórnum öllum okkar verksmiðjustörfum og leyfum þeim að hafa þau á meðan við einbeitum okkur að öðru.
Síðan fáum við það sem þeir framleiddu í verksmiðjunum á meðan þeir fá það sem við framleiddum með tækninni og þekkingunni okkar, t.d. flugvélar og tölvur.
Þú verður að muna það að það er enginn neyddur til þess að vinna á skítalaunum í þróunarríkjum. Fólk vinnur á þessum ‘skítalaunum’ vegna þess að þau eru í raun miklu hærri heldur en önnur vinna sem er í boði í skítalandinu.
Við höfum vissulega 6 faldast í fjölda á 100 árum. En þá verðuru líka að spyrja… af hverju vorum við ekki búin að 6 faldast fyrir mörgum árum síðan?
Nú, vegna þess að á síðustu 100 árum hefur okkur tekist að búa til 6 sinnum meira af mat en nokkru sinni fyrr. Við höfum grætt. Þegar menn stunda viðskipti græða báðir aðilar. Þú getur hugsað til þess að í sumum hlutum Afríku var hjólið ekki einu sinni fundið upp áður en samskipti hófust við Vesturlandabúa. Það eytt að hafa hugmynd um hjólið eykur mögulega verðmæta sköpun eins einstaklings gífurlega.