Er ekki gjörsamlega út í hött að Sturla Böðvarsson eyði peningum ríkisins, okkar peningum, í að tvöfalda laun manna í stjórn Landssímans, fólki sem veit ekki aura sinna tal, og á þeim forsendum að í nýju stjórninni séu helmingi fleiri en í þeirri gömlu.

Og síðan kemur hann í Silfri Egils og vogar sér að halda því fram að Landssíminn sé sterkari en nokkru sinni áður, þegar hann og hans kollegar eru búnir að hríðfella og gjörsamlega rústa þessu fyrirtæki. Og hann segir einnig að fyrirtækið sé að skila gríðarlegum arði, og ef það er satt, til hvers í ósköpunum að selja hann þá til erlendra aðila?

Afhverju látum við bjóða okkur svona endemis þvælu?

Langaði bara að koma þessari umræðu af stað.

Addi