Mér leiðist í sjálfu sér tal um landráð eða þjóðníðinga. Skiptir engu hvort farið sé illa með íslendinga eða annað fólk.
En já, já, ég er sammála því að ef útlendingum með reynslu af bankastarfsemi hefðu verið seldir bankarnir væru hugsanlega einhverjir þeirra enn á lífi.
Tengsl Björgólfs í Rússlandi eru þó honum ekki til bóta heldur eru þau einmitt það sem ég sagði; vafasöm.
Hann hafði líka fjársvik á ferilskrá sinni. Það er bara staðreynd.