Hvernig færðu það út að við höndlum ekki sjálfstæði?
Við höndlum það greinilega ekki þegar 63 aðilar, sem við fáum að gagnrýna á 4 ára fresti… höndla ekki að stjórna landinu (enda er það frekar skýrt í sögu mannkyns að þegar einn aðili á að stjórna öðrum þá leiðir það ekkert gott af sér… samanber Sóvíetríkjunum)
Hvað með að veita þjóðinni sjálfstæði? sjálfstæði frá ríkisvaldinu. Veitum einstaklingum sjálfstæði frá hverjum öðrum.
Það er alveg rétt hjá þér að íslenskum stjórnvöldum er ekki treystandi… en af hverju ættiru frekar að treysta Evrópskum stjórnvöldum?
Einu aðilarnir sem ég treysti til þess að stjórna einstaklingum á Íslandi eru þeir sjálfir. Íslendingar völdu ekki að verlsa með krónur, stjórnvöld sögðu okkur að versla með krónur (og sjáum hvert það leiddi okkur).
Íslendingar okra ekki þegar þeir selja olíu, ríkið okrar á okkur.
Íslendingar koma ekki í veg fyrir að hægt sé að flytja ódýra matvöru til landsins, stjórnvöld hafa bannað okkur að flytja ódýra matvöru til landsins.
Bankar eiga að vera í einkaeigu einfaldlega vegna þess að ALLT á að vera í einkaeigu. Einstaklingar hugsa betur um eignir sínar, ef þeir hafa frelsi til þess að taka sínar eigin ákvarðanir, heldur en ríkið.
Ég á að ráða því hverjum ég vil lána peningana mína, og það á að vera á minni ábyrgð ef sá aðili tapar peningunum mínum.
Mér finnst algjörlega óréttlætanlegt að fyrst einhver lét bankann fá peningana sína og bankinn tapaði þeim, þá ætlast sá hinn sami til þess að eignir séu teknar af þeim sem aldrei áttu innistæður í fyrsta lagi… bara til þess að borga fyrir hans heimskulegu ákvörðun.
Það á að aðskilja bankakerfið frá ríkisvaldinu, þá getum við verið viss um það að ef banki fellur þá bitnar það ekki á ríkinu sem síðan skattsveltir þjóðina.
Allt það góða sem hægt er að fá úr ESB er hægt að fá án þess að ganga í sambandið. Ef við viljum ekki tolla og viljum aukna fríverslun… þá getum við alveg fellt niður okkar tolla og reynt að gera fríverslunarsamninga við allar þjóðir.
Ef við viljum versla með evrur þá á einfaldlega að gera peningamál á Íslandi frjáls og leyfa Íslendingum sjálfum að ráða því hvaða gjaldmiðil þeir treysta best og vilja versla með (eða spara í!)
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig