Er almenn kjarnorkueign ekki til bóta?
Hún kom nú í veg fyrir Þriðju heimstyrjöldina svo mikið sem ég veit :S
En með því að segja að almenn byssueign ætti ekki að lýðast þá ertu í raun að segja að fólk hafi ekki rétt á því að verja eignir sínar. Ef glæpamaður rænir þig með byssu þá ertu ekki að fara að nota piparúða í augun á honum… Ef einhver brýst inn til þín vopnaður skammbyssu þá ertu ekki að fara að bola honum út með eldhúshníf eða hafnaboltakylfu… Þá ertu í raun að segja að einstaklingar hafi ekki rétt á að verja sínar eignir.
Þér finnst þó greinilega að einhver hafi rétt á því að verja eignir… og þú segir líklegast lögreglan, sem er armur einokunarvalds ríksins á réttinum til þess að verja eigur. (og við vitum öll hvernig ástandið er á henni þessa dagana)
Ég sé ekki hvernig það getur talist skynsamlegt að leyfa einungis einum aðila í samfélaginu að beita vopnavaldi… það býður bara upp á spillingu, og við höfum séð hana nógu oft í sögu mannkyns.
Rökin fyrir því að hafa alla vopnaða eru að enginn þorir að drepa neinn af ótta við að vera drepinn sjálfur
Af hverju ættiru að vilja drepa einhvern? Frekar brenglaður hugsunarháttur.
En í svona einföldum spýtukarlaheimi þar sem aðeins búa tveir aðilar er SJÁLFSAGT að vantreysta hinum aðilanum… hugsaðu þér hvernig sá heimur gæti litið út ef aðeins annar þeirra hefði byssu (eða ef hvorugur hefði byssu en annar þeirra væri sterkari… sama dæmi).
En nútíminn er flóknari en svo og þess vegna væri dæmið einnig flóknara. Sumir myndu kjósa að vera með skotvopn, aðrir ekki. Fegurðin við það að mega bera skotvopn innan klæða er að ræningi veit ekki hvort hann sé að ræna vopnaðan mann eða ekki, sem er jákvætt fyrir bæði vopnaða og þá sem kjósa að taka ekki áhættu með skotvopn (t.d. er það heimskulegasta í heimi þegar BNAmenn setja ‘This is a gunfree home’ miða í gluggann sinn).
Í flóknu samfélagi myndu menn kaupa öryggisþjónustu frá ákveðnum aðilum sem myndu sérhæfa sig í henni.
Ríkir myndu fá sér lífvörð (eins og í dag), blokkir geta fengið sér öryggisvörð, hverfi geta komið sér saman um öryggisþjónustu og einstaka menn geta fengið sér byssu.
Ég sé ekki réttlætinguna fyrir því að aðeins einn aðili fari með þetta vald í samfélaginu. Af hverju ætti ég að treysta Pétri Páls í löggunni, sem er skítsama um vinnuna sína, fyrir mínu öryggi?
Sérstaklega þegar ástandið er eins og það er í dag þar sem lögreglan stendur í peningavandræðum og skortur á mannafli (sem er í rauninni lýsandi dæmi fyrir fyrirtæki í einokunarstöðu, hámarksverð fyrir lágmarksþjónustu…)