Ég hef alltaf verið tiltölulega hlutlaus þegar kemur að stjórnmálum, en undanfarin ár hef ég gerst meira og meira vinstrisinnuð. Hvers vegna? jú.. ég hef verið að horfa upp á í mörg ár þjóðina að fara lang leiðina til helvítis.
Ekki er lengur hægt að bera okkur saman við nágrannaþjóðir okkar í stjórnsýslumálum, ekki er hægt að bera okkur saman við evrópu í spillingarmálum, kannski er hægt að bera okkur saman við bandaríkin í hroka, en samt eru þeir lýðveldi, en við hvað? kommúnista lýðveldi? Það eru örfáir sem eiga landið vegna þess að stjórn landsins hefur leyft því að viðgangast.
Það vekur undrun mína hversu blint fólk er.. sér þetta enginn.. ? Og að horfa upp á fólk sem á sér enga hagsmuni í að kjósa sjálfstæðisflokkinn, en kýs hann samt, er skammarlegt. Það er ekki nóg að koma vel fyrir og koma vel fyrir sig orði. Það þarf aðeins að horfa á það sem er að gerast.