Já já, mér er alveg sama um kynhneigð þína; raunar er þetta eitt þeirra atriða sem fara mest í taugarnar mínar við hérumbil öll trúarbrögð, hvort sem er íslam eða kristni (er þó ekki alveg viss hvar ó-abrahamískir trúflokkar standa í þessum efnum). Eðlileg kynhneigð fólks er flokkuð sem “syndsamleg” og “frá djöflinum komin” án nokkurrar góðrar ástæðu. Raunar finnst mér þessi skáldun guða og djöfla jaðra við það að vera hlægileg; en það er allt annað handleggur. En sértu kristinn, þá hvet ég þig til að lesa Matteus 7.1-5 (“Dæmið ekki …”)
Kristnir menn berja konur sínar, gyðingar gera það líka - og jafnvel trúleysingjar gera það. Ég hef ekki séð neins staðar í Biblíunni neitt bann við því að karl berji konu sína. Vissulega leyfir íslam að eiginmönnum að slá konu sína, engu að síður er það hugsað sem loka úrræði; fyrst skulu hjónin ræða málin, og ef það dugar ekki til að leysa vandann, þá skulu þau dvelja um tíma á sitthvorum staðnum. Auk þess bannaði Jesú skilnað algerlega (sjá t.d. Matteus 19.1-12); í íslam eru hins vegar tiltölulega rúmar reglur um skilnað, sjá t.d. Kóraninn 4:35, 2:226-227, 65:2, 2:228, 65:4-5, 33:49, 2:234, 2:235, 65:7, 2:240-241, 2:236-237, 2:231, 65:6, 2:229, 2:232.
Kristni og gyðingdómur eru ekkert sérlega lýðræðisleg trúarbrögð, samanber það sem ég hef þegar sagt annars staðar. Að minnsta kosti er íslam ekki ólýðræðislegri en þessi tvö áðurnefndu.
En hvar í Kóraninum segja heimildir þínar að hryðjuverk séu góð?<br><br>Þorsteinn.