Ég er alls ekki viss um ágæti þeirra ríku.
Ég veit hins vegar að þeir eiga í samkeppni við aðra sem eru ríkir, og ef þeir vilja halda áfram að vera ríkir þá verða þeir að útvega vörur og þjónustu á sem bestu verði til þess að halda viðskiptavinum sínum.
Þeir þurfa að þóknast neytendanum á hverjum einasta degi.
Ríkið þarf ekki að gera neitt slíkt, það þarf einungis að blekkja okkur út í það að færa sér atkvæði sitt á 4 ára fresti, þess á milli geta þeir gert nokkurnveginn þar sem þeir vilja og við fáum ekkert um það sagt.
Fjölmiðlafrumvarpið, Kárahnjúkar, Stuðningur við Íraksstríðið, Falun Gong.
Það er hefur verið nóg um skandal síðastliðin ár án þess að það hafi séð mikið á fylgi D, enda töldu margir að þeir væru einfaldlega skásti kosturinn.
Ef við lítum á ágæti hins frjálsa markaðar og lífsgæðin sem hann hefur fært okkur á vesturlöndum síðastliðinn 300 ár þá er það ekkert smáræði.
Ef við lítum á lönd sem hafa reynt að byggja sig upp á miðstýringu efnahagslífsins þá hafa þau öll grotnað niður…
V-þýsaland vs. A-þýskaland segir allt sem segja þarf. Sama fólkið með sömu menningu, sama tungumál… sama þjóðin.
Aðrir fóru veg frelsis, hinir fóru veg ríkisafskipta.
40 árum síðar var annað landið fremsta iðnríki í heimi (þó þeir hafi þurft að rífa sig upp úr heimsstyrjöld) á meðan hitt ríkið var… ónýtt.
svo er það náttúrulega hin fræga “fótakosning”. Áður en við dæmum hvaða samfélag sér best um sína borgara þá skulum við líta á hvernig fólk kýs með fótunum.
Hvort þarf Kína að halda uppi lögregluliði til að koma í veg fyrir að fólk fari til Hong Kong eða öfugt?
Hvort þurfti A-þýskaland að halda uppi lögregluliði til þess að koma í veg fyrir að fólk færi til V-þýskalands eða öfugt?
Hvort þarf N-Kórea að halda uppi lögregluliði til þess að koma í veg fyrir að fólk fari til S-Kóreu eða öfugt.
Hvort þarf Flórída að halda uppi lögregluliði til að koma í veg fyrir að fólk fari til Kúbu eða öfugt?
Ríkið hefur einokunarrétt á ofbeldi, það er hættulegt. Valdi fylgir spilling og því ættum við að reyna að halda því í lágmarki.
http://www.youtube.com/profile?user=ST0PandL00K&view=videosÞessi gerir fínar, einfaldar og lýsandi teiknimyndir um einstaklingsfrelsi annars vegar og samfélagshyggju hins vegar og birtingarmynd þessara tveggja stefna í okkar lífi.