Var að skoða heimasíðu Samtaka herstöðvarandstæðinga á slóðinni www.fridur.is. Þar er m.a. birt stefnuyfirlýsng samtakanna frá árinu 1995. Hún hljóðar svo:
————————————————————-
Erlend herseta á landi okkar og aðild að hernaðarbandalagi felur í sér skerðingu á sjálfstæði þjóðarinnar og sjálfsákvörðunarrétti. Hersetan hefur í för með sér margvísleg óæskileg áhrif á íslenskt þjóðlíf. Brottför hersins, lokun herstöðva og úrsögn úr NATO er því ein megin forsenda, fyrir fullu og ósköruðu sjálfstæði Íslands.
Jafnframt því að skírskota til sjálfstæðis og þjóðernisvitundar landsmanna leggja Samtök herstöðvaandstæðinga áherslu á alþjóðlegt friðarstarf og baráttu gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði og tilraunum með gereyðingarvopn.
Samtök herstöðvaandstæðinga skulu halda uppi fræðslu um vígbúnað og friðarstarf og afla upplýsinga um efnahagslega hagsmuni sem tengjast hernaði.
Markmið samtakanna eru:
* Að Ísland segi upp hernaðarsamningnum við Bandaríki Norður-Ameríku og leyfi engar herstöðvar á Íslandi.
* Að Ísland segi upp aðildinni að NATO og standi utan hernaðarbandalaga.
* Að berjast gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði og taka þátt í alþjóðlegu friðarstarfi.
* Að sameina alla sem vilja vinna að þessum markmiðum til baráttu fyrir þeim.
(Samþykkt á Landsráðstefnu 18. nóv. 1995)
————————————————————-
“Sjálfstæðis og þjóðernisvitund” já og “óæskileg áhrif á íslenskt þjóðlíf”. Er þetta ekki þjóðernishyggja?<br><br>Með kveðju,
Hjörtur J.
<A HREF="http://www.framfarir.net“>www.framfarir.net</A>
”And to preserve their independence, we must not let our rulers load us with perpetual debt. We must make our election between economy and liberty, or profusion and servitude." -Thomas Jefferson
Með kveðju,