Enginn flokkur sem togar í mig í þessu framboði, en vildi síst skila auðu. Þannig að m.t.t. þess flokks sem hlaut mitt atkvæði, þá get ég ekki kvartað.
En það virðist ætla fara eins og ég spáði fyrir Frjálslyndum; flokkurinn er búinn að syngja sitt síðasta sýnist mér, og lokins að mínu mati. Flokkur sem ekkert hefur fram að færa. Innanflokksátökin síðustu ár greinilega vendipunkturinn þar.
Og Lýðræðishreyfingin? Þvílíkur brandari! Þegar annar upplestur atkvæða í NV kjördæmi hljómaði, hló ég þegar listi Ástþórs fengu einungis 7 atkvæði ef ég man rétt.
Allir flokksformenn sáu sér fært að mæta í settið hjá RÚV, en Ástþór lætur ekki sjá sig. Að mínu mati of mikill sérvitringur í þessu samfélagi. Virkar á mann eins og gelgja á mótþróaskeiði.