Ég er reyndar í allt annarri deild í HÍ, sem þýðir að ég hef ekkert hugmynd um hvernig stjórnmálafræðin virkar. En yfirleitt reiknar fólk ekkert með að geta unnið mikið með háskóla, ef það er fullt nám.
Veit um mikið af fólki sem gafst upp á stjórnmálafræðinni því það var að búast við of einföldu og þægilegu námi. Sem þetta engan veginn var, enda er þetta fullt nám eins og margt annað í háskólanum.
Sjálfur er ég í lögfræði, hér vinna fáir með námi nema tops einn dag í viku.
Annars bara 8-12klst lestur á daga alla önnina. Lögfræðin er samt alveg sér á báti í gríðarlegum lestri
Er fólk að geta unnið með náminu? Af hverju í djöfulóðum andskota segirðu ekki bara getur fólk unnið með náminu?
Ef þú hefur eitthvað á milli eyrnanna ættirðu að geta unnið með náminu. Ég veit dæmi þess að fólk hefur unnið töluvert með laganámi og sloppið í gegn. Stjórnmálafræði er auðvelda útgáfan af laganámi - litlibróðir lögfræðinnar - sennilega af álíku erfiðleikastigi og lögfræðin í HR.
Ég fer nánast undantekingarlaust út um hverja helgi og vinn svona 8-12 klukkustundir á viku og er í háskólamámi sem inniheldur töluvert af stærðfræði. Það er alveg hægt en alveg örugglega ekki á allra færi, það er eitthvað í kringum 60-70% fall þar sem ég er og meirihlutinn er ekki í vinnu. Þetta er augljóslega bara einstaklingsbundið.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..