Íslandi er búið að vera stjórnað af flokkum núna í 65ár með mis góðum árangri og það er komin tími til þess að reyna einhverja aðra leið til þess að stjórna landinu.
Ísland er búið að breytast frekar mikið á þessum 65 árum mesta breitingin eru vegna tölvunar 88% af íslensku þjóðinni notar tölvur reglulega og 86% eru með internetið.
Við getum notað internetið til þess að stjórna landinu þetta væri hægt með því að búa til síðu svipaða facebook þar sem allir gætu sagt sínar skoðanir á hlutunum og síðan væri kosið um málefni á 1-2 ára fresti, enn Maður þyrfti að taka próf til þess að fá að kjósa t.d ég hef frekar lítinn áhuga á heilbrigðis málum þá myndi ég ekkert vera að taka prófið fyrir það þannig að ég fengið ekkert að kjósa um heilbrigðismál en þeir sem hafa áhuga á heilbrigðismálum fengju að kjósa með þessu móti mundu bara þeir sem vita einhvað um málin fá að kjósa.
Mér finst að stærsti gallin við þetta kerfi sem við erum búin að vera með er að stór hluti af þeim sem kjósa, kjósa bara til þess eins að kjósa þótt að þeir séu ekki búin að mynda sér neina sérstaka skoðun um málin og kjósa bara þann sem fólkið næst þeim kýs eða láta flokkana plata sig með loforðum sem þeir standa síðan ekkert við og allir gleyma þeim,síðan ef við ýtum á þá í sambandi með þessi loforð sem þeir komu með í kosningarbaráttuni þá segja þau að það sé verið að leggja þau í einelti.
Vill endilega heyra skoðanir ykkar um hvernig þið viljið hafa stjórnarkerfið á Íslandi eftir 20 ár.
Bætt við 25. mars 2009 - 21:44
vill benda á þessar síður www.thjodfundur.is og www.vefthing.is