Stjórnmálafræðingar gera ýmislegt meira en bara vera álitsgjafar. Álitsgjafarnir eru yfirleitt þeir sem fara út í að kenna stjórnmálafræði og vinna í rannsóknum fyrir háskóla. Sumir þeirra móta stefnu stjórnmálaflokka líka, t.d. Hannes Hólmsteinn sem hefur haft gríðarleg áhrif á sjálfstæðisflokkinn í gegnum tíðina.
En b.a. í stjórnmálafræði er líka fínt fyrir að vinna í stjórnsýslu. Oft tekur fólk master í stjórnun eða stjórnsýslu. Eiginlega bara fræði í að vera yfirmaður á stórum vinnustöðum.
Svo er líka það að vinna fyrir fjölmiðla.
Þetta er samt klárlega kjaftastétt… Þetta er eins og með félagsfræðingana, sagnfræðingana, hagfræðingana, jú þetta geta allt verið ráðgjafar en hvað þeir gera við námið sitt er mikið í þeirra höndum.