Spor-vagn: vagn á spori.
Það eru margir sem þurfa nauðsynlega að nota bíl sem er skiljanlegt miðað við skipulagningu borgarinnar.
Ég er á því að við ættum að mynda sporvagnakerfi í miðborginni og út í úthverfin upp á framtíðina. Var að skoða hugsjónir frambjóðenda VG í reykjavík09 og sá eini sem nefndi eitthvað í átt að sporvögnum var Paul Nikolov. Þann mann vill ég sjá í stjórn! Það voru líka nokkrir sem nefndu almenningsamgöngur. Hvað finnst ykkur um þetta. Er einhver von að ykkar mati að gera samgöngukerfi með sporvögnum hér í Reykjavík? Sporvagnar eru líka svo ýkt flottir og svo er íslenska orðið Sporvagn mjög töff miðað við enska orðið Tram. Sporvagn er líka mun gegnsærra orð miðað við StrætÓ?!?!

Langar líka að skjóta hér inn að núna eru bílaumboðin að fara syngja sitt síðasta. Gæti svo sem ekki verið meira sama en fyrst Kaupþing er búinn að taka yfir Heklu hvað verður um þá áætlun Heklu að fara að flytja inn þessa Mitsubishi i-miev rafmagnsbíla sem var búið að skrifa undir viljayfirlýsingu með iðnaðarráðherra og Japönsku mitsubishi. Þetta var mjög áhugavert tilraunaverkefni sem átti að fara í gang núna í vor. Ég hef þó ekkert heyrt af þróun mála í sambandi við það. Sendi fyrirspurn fyrir um viku til Heklu en ekkert svar enn. Ætli þetta sé ekki farið í fokk útaf krónunni og yen-inu. Vonandi verður þetta að veruleika.

Fyrst bílaumboðin eru kominn í ruglið ættum við ekki þá að þrýsta á stjórnvöld að hefja uppbyggingu Sporvagnakerfis svo komandi kynslóðir eigi um eitthvað annað að velja en pústandi ökutæki og geti ferðast á hentugan máta án þess að þurfa að eiga bíl til að komast allt. Lets face it. Sporvagnar eru mun meira töff en skærgulir strætóvagnar. Ungt fólk myndi velja þá frekar og ekki segja að það sé ekki pláss fyrir sporvagna því að strætó og taxar fá sérstakar akgreinar á umferðamestu götum borgarinnar. Afhverju ætti ekki að geta verið pláss fyrir sporvagna. Hönnum sporvagnakerfi!

Þrátt fyrir að í Reykjavík séum allt of dreifð byggð að mínu mati og miðað við aðrar borgir og miðað við hvað við erum fá á höfuðborgarsvæðinu þá verðum við að fara að hugsa að gera byggðina þéttari. Ég meina, Reykjavík nær yfir jafn stórt svæði og París og þar búa margar milljónir. Á meðan við erum hér nokkrir tugir þúsunda. Eigum við að halda áfram að byggja þangað til við verðum kominn að þjóðgarðinum á Þingvöllum eða? Kópavogsbær er þegar kominn of nálægt Elliðavatni og Gunnar I. Birgisson ætlar að fara að menga þá náttúruperlu. Það verður kannski bið á því á meðan hrunið stendur ennþá yfir og allir vilja losna við lóðir sínar. en, hvað svo? ætlum við að leyfa þessu að ganga sona áfram eftir nokkur ár?