Ef auðmennirnir voru útrásrarvíkingar þá eru mótmælendur innrásarvíkingar.

Lögreglan hefur í fyrsta skipti síðan 1949 beitt táragasi, ekki piparúða(gas gas gas úða) heldur alvöru táragasi. ( http://visir.is/article/20090121/FRETTIR01/457457561 )

Að kasta grjóti er ljótur siður en þegar lögreglan beitir mótmælendum sekum sem saklausum pyntingarúða(piparúða) þá kallar þá á viðbrögð. Ofbeldi kallar á ofbeldi.

Ég get bara sagt frá því sem ég sá í gær 20. jan '09. Það var engu grjóti kastað að mínu viti fyrr en löngu eftir að lögreglann fór að beita pyntingarpiparúða sínum óspart og óvægið yfir hóp af fólki.

Úði fer ekki í manngreinarálit, úðinn passar sig ekki að fara bara í augu og andlit þeirra sem sekir eru um ólöglegt og óhæft athæfi. Úðinn dreifir sér yfir alla hvort sem það eru dólgar eða almenir friðsamir mótmælendur, börn eða gamalmenni.

Þegar saklausum manni er beitt ofbeldi af hendi valdstjórnar, valdstjórnar sem á að verja saklausa borgarann þá mun það gerast að einhver af þeim saklausu sem varð fyrir barðinu á pyntingartólum(piparúða) lögreglunnar svari fyrir sig með hverju því sem hendi kemur næst(t.d. steinum).

Hér er það lögreglan sem á að vita betur, þeir eru atvinnumenn, þeir hafa hlotið þjálfun í mannfjöldastjórnun og menntun í því hvað gerist þegar mannfjölda(mótmælendur) er beittur ofbeldi.

Það hefur sýnt sig aftur og aftur allstaðar í heiminum að þegar lögreglan beitir ofbeldi eykur það aðeins ofsa mótmælenda, sérstaklega þegar mótmælendur hafa vilja þjóðarinar og réttlætið á bak við sig.

Hvað hefur valdið meiri þjóðfélagskaða á Íslandi, nokkrar rúður brotnar í opinberum byggingum eða þá þúsundir einstaklinga sem hafa misst eða eru við það að missa allt sitt hvort sem það er sparifé, hús, heimilli og/eða atvinnu.(Fyrir utan þá sem hafa fyrifarið sér útaf ástandinu)

Stjórnmálamenn og ríksistjórnir láta kjósa sig á þig á þeim forsendum að þeir viti best hvernig eigi að stjórna landinu og viðhalda hagsæld. Þeir séu starfinu vaxnir og geti axlað ábyrgð.

En þegar þeir stýra þjóðarbúinu í þrot þá taka þeir ekki á sig neina ábyrgð. Hverskonar menn eru þetta?

Þegar almennum borgar verður á í lífinu þá er honum skylt að axla ábyrgð meðal annars fyrir dómstólum en þegar stjórnamálamenn taka vitlausar ákvarðanir trek í trek þá axla þeir enga ábyrgð heldur benda allir útí loftið og segja; ég vissi ekki neitt, þetta er einhverjum örðum að kenna.



kv
cent