Enginn virðist átta sig á því,
hvað er að gerast þjóðfélagi í.
Hagfræðingar fleiri og fleiri,
finna ekki krónu eða eyri,
kaupmáttarins launa.
Stjórnmálamenn bauna,
hver á annan, afrekum,
í markaðs mikla girðingum,
en fáir finnast staurar, þar sem standa,
SAMKEPPNIN er orðin orsök vanda.
Eða hvað.
var það það.
Gleymdist kanski að gaumgæfa,
fjölda makaðsmennanna,
sem markað skyldi kalla.
Svo eitt gengi yfir alla,
í úthlutum á verðmætum,
færi eftir efnunum,
og auðlegð væri um þar hægt að ræða.
Lögmál trjánna, frumskógar,
fundið hafa fjölbreytt far,
í markaðshyggjutilraunum,
kostað vorum skattgreiðslum.
Einkavæðing örfáum til handa,
er afla sínum landa,
erlendis, með fjárfestingu þar,
ekki skilar okkur svo sem par,
léttbærari lífsháttum,
í síminnkandi sköttunum.
Þvert á móti , álögurnar aukast
almenningur orðinn er,
afskaplega þreyttur hér,
gamalmenni og sjúklingar,
verkamenn og öryrkjar,
bera uppi greiðslurnar,
af skattastaðli velferðar,
sem einkum finna má
í launum fárra.
Bankar hirða afganginn,
ef einhvern verður eftir
hægt að telja.

kveðja.
gmaria.