Ríkisendurskoðun hefur gefið út skýrslu um að Guðni Ágústsson hafi að mestu leyti farið eftir lögum og reglugerðum við sölu á ríkisjörðum. Guðni var kampakátur með þessa niðurstöðu ríkisendurskoðunar og taldi hana vera staðfestingu á því að hann hefði ekki gert neitt rangt fram í þessum málum.

Hvernig er það? Er nú orðið nóg að menn fari bara að MESTU LEYTI að lögum í þessu landi? Það er nú meiri fyrirmyndin sem Guðni er, þó hann sé án efa ekki eini ráðherrann sem svona kemur fram. “Skemmtileg” skilaboð sem Guðni er að senda út í þjóðfélagið með þessu.

Kv.

Hjörtur J.
Með kveðju,