Sumum leiðist víst voðalega þegar verið er að veta hugtökum fyrir sér fram og aftur og víst er það að karp um þau mál geta verið afar leiðigjörn til lengdar. En engu að síður er nauðsynlegt að hafa það á hreinu hvað hlutirnir þýða og þess vegna eru nú til allar þessar alfræðiorðabækur og önnur orðasöfn. Annars virðist sem æði mörg hugtök í dag séu misskilin hrapalega og þess vegna langar mig að birta yfirlit yfir nokkur slík og skilgreiningar fræðirita á þeim. Heimilda er að sjálfsögðu getið.
Skilgreiningar fræðirita á nokkrum hugtökum sem virðast vefjast nokkuð fyrir sumum aðilum:
—
ÞJÓÐERNISHYGGJA (nationalism):
“Hugmyndafræði sem setur á oddinn sérkenni, menningu, sjálfstæði og hagsmuni þjóðarinnar. Í þjóðernishyggju fellst jafnframt að pólitísk hollusta fólks eigi fremur að vera bundin við þjóðríkið en alþjóðleg samtök og pólitískar stefnur. Ennfremur stuðningur við, eða hreyfing fyrir, þjóðlegum framförum og/eða sjálfstæði til handa þjóð sinni. Tilfinning, sannfæring o.s.frv. byggð á föðurlandsást.”
Heimildir:
Encarta Dictionary. New York. 1997.
Encarta Encyclopedia. New York. 1997.
Íslenska alfræðiorðabókin. Reykjavík. 1990.
Webster's Dictionary. New York. 1990.
—
NASISMI - ÞJÓÐERNISSÓSÍALISMI (nazism):
“Öfgastefna; grundvallast m.a. á alræði Foringjans, trú á yfirburði ákveðinna kynstofna, öfgasinnuðum kapitalisma, ríkissósíalisma og kynþáttahatri, einkum gyðingahatri.”
Heimildir:
Encarta Encyclopedia. New York. 1997.
Íslenska alfræðiorðabókin. Reykjavík. 1990.
—
NÝNASISMI (neo-nazism):
“Hugtak yfir einstaklinga eða hópa sem aðhyllast hugmyndafræði nasistahreyfingar Adolfs Hitlers.”
Heimild:
Encarta Encyclopedia. New York. 1997.
—
FASISMI (fascism):
“Alræðisstjórnarfyrirkomulag undir forystu einræðisherra og sem leggur áherslu á öfgasinnaða og ofbeldisfulla þjóðernishyggju, skilyrðislausa hlýðni við leiðtogann, strangt og agað þjóðskipulag, andstöðu við lýðræði og þingræði og oft rasisma.”
Heimildir:
Webster's Desk Dictionary of the English Language. New York. 1990.
Encarta Encyclopedia. New York. 1997.
Encarta Dictionary. New York. 1997.
—
RASISMI (racism):
“Sú hugmyndafræði og trú að ákveðinn erfðafræðilegur og líffræðilegur munur geri það að verkum að ákveðnir kynþættir manna séu öðrum æðri. Ennfremur fjandskapur og mismunun gegn öðrum kynþáttum sem byggð er á þeirri hugmyndafræði.”
Heimildir:
Webster's Desk Dictionary of the English Language. New York. 1990.
Encarta Encyclopedia. New York. 1997.
Encarta Dictionary. New York. 1997.
—
ÞJÓÐRÍKI (nation state):
“Fullvalda ríki þar sem flestir þegnanna eiga sameiginlega þætti svo sem tungumál, uppruna, menningu o.s.frv. sem einkenna þjóðir.”
Heimild:
Encarta Dictionary. New York. 1997.
—
Endilega ef þið munið eftir fleiri hugtökum sem menn eru duglegir við að misskilja þá nefnið þau og skilgreininguna á þeim skv. fræðiritum :)<br><br>Með kveðju,
Hjörtur J.
<A HREF="http://www.framfarir.net">www.framfarir.net</A
Með kveðju,