Var að spá með könnunina á Althingi núna varðandi Jón Steinar. Mér er nú nákvæmlega ekkert gefið um þann mann en allir verða þó víst að njóta sannmælis. Ég ákvað að kíkja í Almennu hegningalögin og skoða ákvæðið sem FÍÞ-gaurinn var dæmdur eftir. Svona hljóðar það:
“233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.”
Spurningin er: Hvað sagði Jón Steinar nákvæmlega? Ef hann sagði bara Afríkubúar er spurning hvort hann hefur gerst brotlegur við lög því Afríkubúar geta jú verið bæði hvítir, svartir og sömuleiðis Arabar (semítar) og það að vera Afríkubúi er ekki þjóðerni. Þetta er því nokkuð vafamál, því miður vil ég segja. Sem fyrr segir er mér nefnilega nákvæmlega ekkert um manninn gefið, en allir eiga víst rétt á að njóta vafans ef hann er til staðar.
Mig langar því að óska eftir að vita nákvæmlega hvað Jón Steinar sagði. Einhver?<br><br>Með kveðju,
Hjörtur J.
<A HREF="http://www.framfarir.net">www.framfarir.net</A
Með kveðju,