Jæja félagi, það er varla að ég þori að svara þessu eða hreinlega nenni því að þeirri einföldu ástæðu að þú tekur engum rökum, en það má alltaf reyna.
Ef að allar upplýsingar um slæma hluti sem hafa gerst í heiminum yrði bannað, bækur, myndir, netsíður og framvegis, þá hefðum við ekkert til að kenna börnunum okkar um illsku og mistök og hvað höfum við þá.
Ég leyfi og mun leyfa mínum börnum að lesa um Hitler, Stalín, og öll stríðin sem miljónir manna hafa látist í og tel mig með því vera að kenna þeim og ef að þeim langar að lesa um nýnasisma og/eða önnur trúarbrögð en okkar, þá mun ég líka leyfa þeim það, þannig kemur nefnilega þekkingin.
Mín börn munu mega lesa um hluti og komast að eigin niðurstöðu, þó að ég að sjálfsögðu muni gera mitt besta að beina þeim á réttar brautir, enda er maður að því alla þeirra barnæsku með því að kenna þeim umburðarlyndi, góðmennsku og fordómaleysi.
Þú hefðir trúlega gott af því að kynna þér þessa hluti áður en þú rýkur upp til handa og fóta og mótmælir, því það er lámarkið að vita hverju þú ert að mótmæla og geta komið með rök !!
<br><br><b>Kv. EstHer</b> <img src="
http://www.freakygamers.com/smilies/images/angel.gif“>
<font color=”gray“>”Hinn vitrari vægir.“
<i>Snorri Sturluson: Heimskringla</i></font>
<font color=”gray“>”Sá vægir sem vitur hefur meira“
Þetta er flottara ;)
<i>sigzi </i></font>
– Sendu mér <a href=”
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=EstHerP&syna=msg“>skilaboð</a> eða <a href=”mailto:esther1@simnet.is">e-mail</a> –