Getur einhver komið með útskýringu afhverju Samfylkingin, sem að mínu mati hefur alltaf verið frekar skynsamur flokkur sé núna æst í að koma einhverjum álverum upp á norðurlandi.
Fyrir seinustu kosningar ætluðu þeir að stoppa allar álversframkvæmdir og lýta meira upp til hátækni iðnaðar til að koma til gagnageymslum til íslands en núna virðist að ísland verði einsog eitthvað
þriðja heims land þar sem Alcoa getur plantað niður sínum mengandi álverum og mengað íslenska náttúru enn frekar.
Eftir að Katrín í samfylkingunni sagði áðan í Kastljósinu að álversframkvæmdum myndi ekki seinka um “einn einasta dag” á ég bágt með að treista þeim til að uppfylla kosningaloforð sín í framtíðinni. Enda kaus ég þá sem betur fer ekki seinast.
Vinstri græn myndu allavega ekki láta sér detta álver í hug sem einhverja lausn. Ætli að ferðamannaiðnaðurinn eigi ekki eftir að hrapa niður á við fyrir norðan.
Það þarf líka að byggja raforkuver eða stífla? fyrir álverið sem þýðir fleiri innflytjendur því enginn íslendingur nennir að vinna í álverskerum til langframa.
Þau ætti frekar að fara að rækta hamp einsog nokkrir gaurar eru byrjaðir á hér á landi. Það er hægt að byggja úr honum klæðnað, reipi og mun léttari flugvélar
og er mun umhverfisvænna en ál og sterkar en stál –> http://www.youtube.com/watch?v=4rgDyEO_8cI
Það er allavega nóg komið af álverum fyrir minn smekk!