Capitalist kallinn getur víst ekki svarað greinarsvörum mínum hér á Huga, í tengslum við greinina um kommúnsimann hér á Althingi, og ákveður þess í stað að vera með skítkast út í mig á heimasíðunni sinni. Blessaður kallinn, sumir eiga voðalega bágt. Ég ætla þó að taka einar 5 mínútur í að svara honum þó skrif hans séu reyndar bara einn stór misskilningur og útúrsnúningur svo minnir óhugnanlega á vinnubrögð vinar okkar Peace4all sem allir þekkja víst.
“Það er með eindæmum hve mikið þessi formaður flokks framfarasinna getur ruglað.”
-Þú ert nú mest megnis einn um þetta álit eftir því sem mér skilst. Annars virðist þú hafa það álit á þér að vera óttalegur rugludallur, a.m.k. á köflum. Maður sér a.m.k. talað um þig víða á netinu á þann máta.
“Ég rífst oft við hann á huga.is og oftar en ekki vellur eitthvað mis-gáfulegt út úr honum.”
-Ég rífst aldrei við þig á Huga.is. Hins vegar kemur fyrir að ég RÆÐI við þig þar, sem þó gerist æði sjaldan og alls ekki oft. Ég kalla það einfaldlega ekki rifrildi sem maður þarf ekkert að hafa fyrir.
“Nýjasta dæmið er þegar hann vitnar í einhverja Encyclopedíu og segir þetta: ”Þarna er ekki minnst á þjóðernishyggja hefði neitt með nasisma að gera EN þarna kemur skýrt fram að stefna nasista hafi ásamt ýmsu öðru grundvallast á kapítalisma. Sama er síðan að segja um fasismann enda þarf kapítalismi engan veginn að vera lýðræðislegur.“ Það er nefnanlega þannig, nasismi er ekki byggður á þjóðernishyggju heldur KAPÍTALISMA. Þetta fær hann út úr því að lesa eitthvað sem á að kallast fræðibók.”
-Eins og þú vel veist þá sagði ég aldrei að nasismi væri ekki byggður á þjóðernishyggju heldur einungis að ekki væri minnst á þjóðernishyggju í umfjöllun þessarar ákveðnu alfræðiorðabókar um nasisma. Sama gildir reyndar um aðrar alfræðiorðabækur sem ég hef flett upp í s.s. Britannica Encyclopedia, Comptons Interactive Encyclopedia, Íslensku alfræðiorðabókinni og The New Universal Encyclopedia. Það er ekki minnst á þjóðernishyggju í umfjöllun þessara rita um nasisma utan einu og þar er einungis talað um að nasisminn hafi ásamt mörgu öðru verið “ótrúlega grimm og afskræmd þjóðernishyggja”. Hins vegar er talað um “venjulegan” kapitalisma sem mikilvægs hluta af nasísku hugmyndafræðinni í þessum ritum í umfjölluninni um nasisma. Og sama hvað þú segir þá eru þetta fræðibækur og ég geri ráð fyrir að flestir taki þær fram yfir ruglið í þér.
“Nasismi getur ekki verið byggður á kapítalisma! Það er mjög einföld ástæða fyrir því; Kapítalisminn fer fram á það að ríkið hafi algerlega engin ítök í efnahag viðkomandi lands. Við höfum séð það á vesturlöndum að þegar ríkið hefur minnkað grip sitt á efnahagnum hafa miklar framfarir orðið og almenn hagsæld aukist. Þetta á ekkert skylt við það sem var í gangi í þriðja ríkinu! Ríkið hafði algert tangarhald á öllu! Það meira að segja útvegaði ”fyrirtækjum“ þræla til þess að vinna í vinnubúðum. Það er skringilegt að nokkrum manni detti í hug að tengja markaðshagkerfið við þá yfirvaldsstefnu sem iðkuð var í þriðja ríkinu.”
-Nasismi getur auðveldlega verið byggður AÐ HLUTA á kapitalisma eins og fræðiritið sagði til um. Það var enginn að tala um að nasismi væri eingöngu byggður á kapitalisma. Í fræðiritinu sagði að nasisminn hefði að miklu leyti verið byggður upp á kapitalisma og ríkissósíalisma (State socialism) og ríkisafskipta-hluti nasismans kemur væntanlega frá ríkissósíalismanum. Rifjum upp tilvitnunina í Encarta Encyclopedia:
["For most of the 20th century, capitalism has been buffeted by wars, revolution, and depression. World War I brought revolution and Marxist-based Communism to Russia. The war also spawned the National Socialist system in Germany, a malevolent mixture of capitalism and state socialism, brought together in a regime whose violence and expansionism eventually pushed the world into another major conflict."]
(Heimild: http://encarta.msn.com/find/concise.asp?ti=761576596&sid=9#s9)
Já, er almenn hagsæld svona mikil í Bandaríkjunum? Ég hef ekki séð það heldur einmitt það andstæða. Stór hluti landsmanna þar er undir fátækramörkum - er það það sem þú kallar almenna hagsæld? Í Bandaríkjunum er miklu meiri kapitalismi og minni ríkisafskipti en í V-Evrópu t.d. en þar er almenn hagsæld miklu meiri, og af hverju? Jú, það er kallað velferðarkerfi og það fyrirbæri á bara ekkert skylt við kapitalisma enda vill kapitalisminn slík kerfi einmitt feig.
“Síðan segir Hjörtur að kapítalismi sé ekki lýðræðislegur, ég vil hinsvegar meiná að kapítalískur markaður sé sá lýðræðislegasti sem hægt sé að hugsa sér. Ég ætla að skrifa pistil um hvers vegna kapítalisminn sé lýðræðislegur sem birtist líklega á frelsi.is þann 25/01 eða 13/02.”
-Sagði ég það já. Ég sagði að kapitalismi ÞYRFTI EKKERT ENDILEGA að vera lýðræðissinnaður. Það eru engin órjúfanleg bönd á milli kapitalisma og lýðræðis og kapitalismi getur vel virkað innan einræðisríkis. það geta verið einkafyrirtæki og einkaframtök í ríki þó ekki sé boðað til kosninga og valdhafarnir kosnir. Lýðræði sem slíkt er bara ekki nauðsynlega forsenda kapitalisma og getur hann vel þrifist við einræði líka. Þetta var ég að segja og annað ekki. Lýðræðislegur markaður þýðir ekki lýðræðislegt þjóðskipulag. Markaðurinn getur verið lýðræðislegur þó þjóðskipulagið í viðkomandi ríki sé það ekki.
Mæli svo með því að þú hugsir aðeins áður en þú skrifar félagi, það er öllum hollt.<br><br>Með kveðju,
Hjörtur J.
Flokkur framfarasinna
<A HREF="http://www.framfarir.net“>www.framfarir.net</A>
”In the beginning of a change, the patriot is a scarce man, brave, hated and scorned. When his cause succeeds, however, the timid join him, for then it costs nothing to be a patriot." -Mark Twain
Með kveðju,