Ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarið afhverju í andskotanum munntóbak (snus) sé bannað (ég veit að það hafa komið margir svona þræðir en ég má til að setja einn inn). Til er læknisfræðileg sönnun fyrir því að snus sé hættuminna heldur en sígarettur http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1268683 . Svo ef þú notar munntóbak þá ertu ekki að skemma fyrir neinum öðrum heldur en sjálfum þér. En ef þú kveikir þér í sígarettu og aðrir eru nálægt, þá ertu einnig að skemma fyrir þeim sem nota ekki tóbak. Ég er alls ekki að segja að snus sé algjörlega hættulaust. En eins og segir í greininni á mbl.is að þá er snus-ið hættuminna en sígarettur. Afhverju er verið að banna vöru sem er hættuminni heldur en var sem er leyfð?


Meira svona hugleiðing hjá mér bara. En ég skora á ríkið að endurskoða þetta bann.