það eru nú ekki bara aldraðir, líka atvinnulaust fólk, öryrkjar.. en þegar fólkið sem er núna gamalt var ungt var ekkert mikið um það að það var hægt að leggja pening til hliðar fyrir framtíðina…
En hér er dæmi, ég þarf að vera á sjúkradagpeningum, get ekki fengið örorku fyrr en eftir eitthvað um ár á þeim, ég bý hjá mömmu minni sem er öryrki en hún vinnur 30% vinnu og fær þar með skít á priki í örorkubætur, í sjúkradagpeninga fæ ég 10.000 á mánuði, gæti fengið 20.000 ef ég hefði verið í fullri vinnu allt árið áður en ég fór á bætur, að sjálfsögðu var ég það ekki þar sem ég er sjúklingur. til að geta lifað fór ég til félagsþjónustunnar til að biðja um styrk frá þeim, ok fæ 20.000 kr. á mánuði frá þeim, er s.s. með 30.000 á mánuði, mamma þyrfti að fá frá mér peninga til að hjálpa við að borga leiguna, ég þarf að borga u.þ.b. 8000 kr í lækniskostnað á mánuði og 4000 kr í lyf, svo náttúrulega að komast um t.d. strætó og að borða, er þetta eðlilegt?
Dabbi og Ingibjörg skeina sér sjálfsagt með álika fjárhæðum á viku! og já, ég var á móti kristnihátið og ef þeim dettur í hug að halda aðra…. <br><br>—————————————–
Skoðið heimasíðuna mína, takið þátt í könnuninni og skrifið ykkur í gestabókina mína!!