Víst hefur hann gert það, hann var fyrst gagnrýndur af eigin flokksmönnum og hann baðst afsökunar þegar þeir ræddu við hann. Þegar hann sagðist ekki kannast við eðli kaupréttasamninganna var hann einfaldlega að segja eins og er, svo það er ekkert sem þarf að útskýra þar, það var ekki í hans verkahring að skoða sérstaklega kaupréttasamningana. Það gerði hins vegar Svandís sem gerði enga athugasemd við hann þegar hún var með hann í höndunum, en þegar að mistökin urðu mönnum ljós (t.d. einkennilegur einkaréttssamningur) stökk Svandís til og sagði að Vilhjálmur hafði vitað allt um þetta enda hafði hann fengið kaupréttasamningin eins og hún, en svo kom síðar á daginn að það var bara della. Kaupréttasamningurinn var ekki skráð fundargagn heldur hafði Svandís fengið hann í hendurnar því hún bað sérstaklega um hann. Að mönnum þyki þetta ekkert einkennilegt og níðist svo endalaust á Vilhelm er alveg ótrúlegt.